Úrval - 01.12.1974, Qupperneq 89

Úrval - 01.12.1974, Qupperneq 89
HALTI-BJÓR 87 samfleytt, og síðla síðdegis þriðja daginn komu þeir auga á vísunda- hjörðina. Þetta var stór hjörð. í henni voru að minnsta kosti nokk- ur þúsund vísundar. Hún mjakað- ist varla úr sporunum. Galdurinn var nú fólginn í því að beina hjörð- inni í átt til hamranna á þann hátt, að hún gerði sér ekki grein fyrir hættunni. Ættarhöfðingjarnir ákváðu, að megnið aí „Fólkinu okkar“ skyldi sveigja í vesturátt í stórum boga og koma hljóðlega aftan að hjörð- inni og taka sér þar stöðu og reyna að halda henni, ef hjörðin reyndi að hörfa undan. Aðrir, sem áttu að taka sér stöðu vinstra og hægra megin leiðarinnar til hamranna, áttu að gæta þess, að hjörðin sveigði ekki til annarrar hvorrar hliðar- innar. Halta-Bjór var falið að vera einn af úlfunum sjö. Þar var um stríðsmenn að ræða, sem brugðu yfir sig úlfsskinnum og bundu þau þannig á sig, að þau huldu alveg líkama þeirra. Síðan læddust þeir að hjörðinni þannig búnir. í tvo daga rak og elti „Fólkið okkar“ hjörðina. Þeir sem að baki hennar voru, gættu þess að reka hana áfram jafnt og þétt og slaka ekki á. Á þriðja degi varð það aug- ljóst, að „Fólkið okkar“ átti góða möguleika á að geta rekið vísund- ana fram af hömrunum. Ulfamenn- irnir sjö fengu nú bestu bogana og örvarnar, sem ættflokkurinn átti, svo að þeim tækist þó að minnsta kosti að leggja nokkur dýr að velli, ef reksturinn fram af hömrunum mistækist. Hin örlagaríka ákvörðun um, hvenær æra skyldi hjörðina, svo að hún tæki á rás beint að hömr- unum, var fengin í hendur ráði, sem Kalda-Eyra átti sæti í, en hann var reyndasti og vitrasti vísunda- veiðimaðurinn. „Ég sé um vinstri undankomuleiðina,“ sagði Kalda- Eyra. Allir vissu, að það var veiki hlekkurinn í rekstrarkeðjunni, vegna þess að hjörðin yrði þeim algerlega glötuð, ef hún tæki á rás í þá átt. Þá kæmist hún út á slétt- una aftur. Tveim rosknum ættarhöfðingjum, sem tekið höfðu þátt í mörgum slíkum veiðiferðum, var falin sú ábyrgð að hefja árásina, sem átti að trylla hjörðina, svo að hún rás- aði beint af augum. Með tryllings- legum hrópum æddu þeir beint að vísundunum, sem voru í farar- broddi. Á sama augnabliki æddu þeir, sem að baki hjarðarinnar voru áfram með ópum og óhljóðum og köstuðu grjóti í öftustu dýrin. Hjörðin trylltist, og sem snöggvast virtist hún bara ætla að æða fram og aftur stefnulaust í stað þess að fara í áttina til hamrabrúnarinnar. Þetta var hættulegt augnablik. Ætt- arhöfðingjarnir' höfðu búist við þessu. Hópur sterkra, ungra manna byrjaði nú að kasta grjóti í for- ystudýrin. Dýrin hikuðu sem snöggvast. Þetta var örvæntingar- fullt augnablik. Sérhver Indíáni bað til „Mannsins uppi,“ bað hann hjálpar. Og svo tók hin geysistóra hjörð á rás. En á síðasta augnabliki tók hjörðin skyndilega til að sveigja í áttina til sléttunnar, og nú virtist sem hún væri að ganga þeim úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.