Úrval - 01.12.1974, Side 90

Úrval - 01.12.1974, Side 90
88 ÚRVAL greipum. „Fólkið okkar“ fengi þá aðeins þá fáu vísunda, sem úlfa- mönnunum tækist að leggja að velli með örvum sínum. Allur hinn mat- arforðinn og allar skinnábreiðurn- ar gengju þeim úr greipum. Kalda-Eyra, sem tekið hafði sér stöðu vinstra megin hjarðarinnar, hljóp nú fram á við og snerist gegn vÍBúndunum í ögrandi stellingu. Hann baðaði út handleggjunum og æpti mjóróma röddu. Ópin voru svo skerandi, að þau yfirgnæfðu þrymjandi dyninn af fótum vís- undanna, er þeir hlupu áfram. Hann stökk beint í veg fyrir fremstu dýrin og sneri þeim svo- lítið i vesturátt. Dýrin, sem á eftir komu, tröðkuðu á Kalda-Eyra, sem hafði misst fótfestuna. En honum hafði tekist að hindra, að hjörðin kæmist undan. Vísundahjörðin streymdi nú áfram á milli raða Indíánanna, sem tekið höfðu sér stöðu sitt hvorum megin hennar og böðuðu út hand- leggjunum og æptu og örguðu til þess að hjörðin héldi áfram beina leíð að hiamrabírúninni. Hjöi'ðin æddi áfram með slíkum hraða og ofsa, að það líktist helzt geysi- legri flóðbylgju, sem kemur æð- andi niður úr fjöllunum, þegar ís- stífla brestur í á. Skyndilega reyndu fremstu dýin að stansa. Þau spyrntu framfótunum ofsalega í jörðina, svo að rykið þyrlaðist upp, og bauluðu af ótta, en næstu dýr fyrir aftan þau æddu á þau og ýttu þeim fram af hamrabrúninni. Síðan var dýrunum, sem ýtt höfðu á þau fremstu, einnig hrint fram af bún- inni af þeim dýrum, sem á eftir komu. Visundar, sem vógu allt að heilu tonni, skullu ofan á þá, sem lágu í hrúgu fyrir neðan hamrana, og brutu háls, fætur eða hrygg þeirra. Það kvað við stöðugt eymd- arlegt baul, og það gaus upp ryk- mökkur mikill. Fjögur hundruð dýr lágu við rætur hamranna, annaðhvort dauð eða svo særð, að slátrarakonurnar gátu auðveldlega drepið þau. Að- eins albestu dýrin, ungar kýr, voru brytjuð í sundur og allt kjöt þeirra hirt, vegna þess að það var svo meyrt. Aðeins bestu bitarnir voru hirtir af hinum dýrunum, tungurn- ar, sem voru skornar burt til þess að notast við helgiathafnir og önn- ur hátíðleg tækifæri, og meyrasta kjötið af herðakambinum. Halti-Bjór virti fyrir sér alla ringulreiðina hugsi á svip. Hann gerði sér grein fyrir því, að rekst- urinn hafði heppnast vegna þess eins, að Kalda-Eyra hafði fórnað sér af svo einstakri hugprýði. Hann hugsaði með sjálfum sér: „Það er ekki heppilegt að veiða vísunda á þennan hátt. Jafnvel hræfuglar geta ekki komist að dýrunum, sem liggja neðst í kösinni. Þessar veið- ar ætti að stunda á hesturn." En þetta var nú samt sú aðferð, sem beitt hafði verið við vísundaveiðar á norðanverðum sléttunum miklu í þúsund ár. Þá datt honum skyndilega ráð í hug: „Ef maður vill ná sér í hesta, verður maður að fara þangað, sem hestarnir eru.“ Það mundi ekki þýða neitt að reyna frekar til þess að ná hestum frá Pawneemönnun- um, enda áttu þeir lítið af hestum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.