Úrval - 01.12.1974, Page 90
88
ÚRVAL
greipum. „Fólkið okkar“ fengi þá
aðeins þá fáu vísunda, sem úlfa-
mönnunum tækist að leggja að velli
með örvum sínum. Allur hinn mat-
arforðinn og allar skinnábreiðurn-
ar gengju þeim úr greipum.
Kalda-Eyra, sem tekið hafði sér
stöðu vinstra megin hjarðarinnar,
hljóp nú fram á við og snerist gegn
vÍBúndunum í ögrandi stellingu.
Hann baðaði út handleggjunum og
æpti mjóróma röddu. Ópin voru
svo skerandi, að þau yfirgnæfðu
þrymjandi dyninn af fótum vís-
undanna, er þeir hlupu áfram.
Hann stökk beint í veg fyrir
fremstu dýrin og sneri þeim svo-
lítið i vesturátt. Dýrin, sem á eftir
komu, tröðkuðu á Kalda-Eyra, sem
hafði misst fótfestuna. En honum
hafði tekist að hindra, að hjörðin
kæmist undan.
Vísundahjörðin streymdi nú
áfram á milli raða Indíánanna, sem
tekið höfðu sér stöðu sitt hvorum
megin hennar og böðuðu út hand-
leggjunum og æptu og örguðu til
þess að hjörðin héldi áfram beina
leíð að hiamrabírúninni. Hjöi'ðin
æddi áfram með slíkum hraða og
ofsa, að það líktist helzt geysi-
legri flóðbylgju, sem kemur æð-
andi niður úr fjöllunum, þegar ís-
stífla brestur í á. Skyndilega reyndu
fremstu dýin að stansa. Þau
spyrntu framfótunum ofsalega í
jörðina, svo að rykið þyrlaðist upp,
og bauluðu af ótta, en næstu dýr
fyrir aftan þau æddu á þau og ýttu
þeim fram af hamrabrúninni. Síðan
var dýrunum, sem ýtt höfðu á þau
fremstu, einnig hrint fram af bún-
inni af þeim dýrum, sem á eftir
komu. Visundar, sem vógu allt að
heilu tonni, skullu ofan á þá, sem
lágu í hrúgu fyrir neðan hamrana,
og brutu háls, fætur eða hrygg
þeirra. Það kvað við stöðugt eymd-
arlegt baul, og það gaus upp ryk-
mökkur mikill.
Fjögur hundruð dýr lágu við
rætur hamranna, annaðhvort dauð
eða svo særð, að slátrarakonurnar
gátu auðveldlega drepið þau. Að-
eins albestu dýrin, ungar kýr, voru
brytjuð í sundur og allt kjöt þeirra
hirt, vegna þess að það var svo
meyrt. Aðeins bestu bitarnir voru
hirtir af hinum dýrunum, tungurn-
ar, sem voru skornar burt til þess
að notast við helgiathafnir og önn-
ur hátíðleg tækifæri, og meyrasta
kjötið af herðakambinum.
Halti-Bjór virti fyrir sér alla
ringulreiðina hugsi á svip. Hann
gerði sér grein fyrir því, að rekst-
urinn hafði heppnast vegna þess
eins, að Kalda-Eyra hafði fórnað
sér af svo einstakri hugprýði. Hann
hugsaði með sjálfum sér: „Það er
ekki heppilegt að veiða vísunda á
þennan hátt. Jafnvel hræfuglar
geta ekki komist að dýrunum, sem
liggja neðst í kösinni. Þessar veið-
ar ætti að stunda á hesturn." En
þetta var nú samt sú aðferð, sem
beitt hafði verið við vísundaveiðar
á norðanverðum sléttunum miklu
í þúsund ár.
Þá datt honum skyndilega ráð í
hug: „Ef maður vill ná sér í hesta,
verður maður að fara þangað, sem
hestarnir eru.“ Það mundi ekki
þýða neitt að reyna frekar til þess
að ná hestum frá Pawneemönnun-
um, enda áttu þeir lítið af hestum.