Úrval - 01.12.1974, Page 94

Úrval - 01.12.1974, Page 94
92 ÚRVAL Hann ætlaði sér að ráðast inn á yfirráðasvæði Comanche-Indíán- anna, en þar voru hestar svo hundr- uðum skipti. ÞRÍR HUGRAKKIR MENN. Hann skipulagði árásaráætlunina í allra minnstu smáatriðum. Hann ætlaði aðeins að hafa tvo stríðsmenn í fylgd með sér. Og næstu daga, meðan ættflokkurinn bar kjötið og húðirnar af vísundunum heim til Skröltormahæðanna, gaf hann nán- ar gætur að þeim mönnum, sem honum fundust vera álitlegastir til þess að taka þátt í þessari hættu- för. Hann útilokaði þá síðan hvern af öðrum, því að við nánari athug- un gerði hann ekki ráð fyrir því, að þeir þyldu það ofboð.slega álag, sem á þá yrði að leggja. Smám saman beindist athygli hans einna mest að ungum stríðs- manni, Rauðnef að nafni. Hann var fáorður og dauflegur og virtist ekki hafa frjótt ímyndunarafl, en það lék enginn vafi á því, að hann kunni ekki að hræðast. Hann var þess háttar ungur maður, sem hafði ákveðið það á unga aldri, að hann skyldi einhvern tíma verða ættar- höfðingi. Og frá því augnabliki höfðu allar persónulegar óskir hans og þarfir orðið að víkja fyrir þess- ari ákvörðun. Hann talaði af mikilli alvöru, kinkaði kolli með gætnis- legum svip, þegar eldri menn báru fram uppástungur, og var mjög virðulegur í framkomu í hvívetna. Hann var þegar orðinn aðstoðar- foringi, maður, sem óhætt var að treysta, maður, sem mundi heldur leggja líf sitt í sölurnar en að bregðast trausti, vegna þess að hans eigin hégómagirnd og stolt leyfðu honum ekki að bregðast eða mistakast. Kvöld eitt hélt Halti-Bjór á fund Rauðnefs og spurði hann: „Ertu reiðubúinn að eiga aðild að miklu afreksverki, sem ég hef í huga að framkvæma, afreksverki, sem mun verða til þess, að ættflokkur okkar eignast hesta?“ Rauðnefur hugsaði sig um svolitla stund, likt og Halti- Bjór vissi, að hann mundi gera, en svo svaraði hann: „Ég mundi gera hvað sem væri til þess að ná í hesta.“ Síðan gripu þeir um axlir hvors annars þessari ákvörðun tii staðfestingar. Halti-Bjór tók nú að beina athygli sinni að manni nokkrum, sem kall- aður var Baðmullartrjáa-Hné. Hann var gerólíkur Rauðnef. Hann var feitlaginn, talaði mikið og var sí- brosandi. En hann átti til að bera eiginleika, sem var ómetanlegur í svo hættulegri sendiför. Trú- mennska hans var alger og óve- fengjanleg. Svo kom að þeim degi, þegar sjálfboðaliðarnir þrír ákváðu að leggja áætlun sína fyrir ættarflokks ráðið. Og Halti-Bjór sýndi þá gætni að fá Rauðnef það starf í hendur. „Ef ættflokkur okkar fer allur suð- ur á bóginn til árásar á Comanche- mennina, verða þeir viðbúnir ár- ásinni,“ sagði Rauðnefur. „Þá mun- um við missa marga stríðsmenn og munum ekki heldur ná mörgum hestum. En við þrír ætlum okkur að læðast suður á bóginn inn á landssvæði Comanchemannanna. Mistakist okkur að framkvæma
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.