Úrval - 01.12.1974, Side 95

Úrval - 01.12.1974, Side 95
HALTI-BJÓR 93 áætlunina, hefur ættflokkurinn að- eins misst þrjá menn. En takist okk- ur þetta, munum við eignast hesta.“ Eftir miklar umræður var þeim leyft að fara í þessa hættuför, og einum af þrem feðrum Halta-Bjórs var fengið það starf að gefa hinum ungu og óreyndu stríðsmönnum góð ráð að skilnaði. „Þið vitið,“ sagði hann, „að Comanchemennirnir pynta óvini sína, sem þeim tekst að handsama, já, pynta þá á hinn bbæðilegasta hátt. Það er sagt, að sá maður, sem þeir ná á sitt vald, verði að deyja ellefu sinnum. Mis- takist ykkur áætlunin, skuluð þið bíða til síðasta augnabliks og drepa ykkur að svo búnu. Og komist ein- hver ykkar í þá aðstöðu, að hann hafi ekki tök á að ráða sér bana, verðið þið hinir að lofa því að stytta honum aldur, áður en þið yfirgefið hann. Er það samþykkt?" Félagarnir þrír samþykktu þetta. Síðan tók faðir Halta-Bjórs hann afsíðis og sagði við hann: „Ég hef tekið eftir því, að þú gefur nánar gætur að Blálaufi. Þú virðist hafa fengið augastað á henni. „Halti- Bjór samsinnti þessu með þögn sinni, og faðir hans hélt áfram: „Meðan þú ert í burtu, skal ég tala við bróður hennar og komast að því, hve mörg vísundaskinn þú þarft að láta af hendi fyrir hana.“ Svar Halta-Bjórs var þess eðlis, að það átti eftir að vera lengi í minn- um haft innan ættflokksins: „Segðu bróður hennar, að ég muni gefa hest fyrir Blálauf." Það var löng leið suður til lands Comanchemannanna. Og á því voru líkur við hvert fótmál þeirra, að þessir þeysandi refsivendir slétt- anna miklu kæmu auga á þá. En stríðsmennirnir þrír voru einnig reyndir sléttumenn, og þeir skildu ekki eftir sig neina slóð eða komu upp um nærveru sína á nokkurn hátt. Þegar þeir tóku að nálgast land Comanchemannanna, sáu þeir tvisvar ríðandi Comanchemenn bera við himin á efstu hæðadrög- unum. En það hefði jafnvel verið erfitt fyrir örn að koma auga á innrásarmennina, þar sem þeir földu sig í grasinu. Þeir höfðu verið að heiman frá Skröltormahæðum margar nætur, þegar þeir komu að straumharðri á, sem hlaut síðar nafnið Arkansas. Hún var vatnsmikil, og í miðri ánni voru tvær eyjar. Á hinum árbakk- anum gat að líta allstórt Comanche- þorp. Og þar blasti einnig við sjón, sem gladdi þá mikið. Við þorpið sáu þeir hestarétt, umgirta staura- girðingu. Og inni í henni voru að minnsta kosti 90 hestar. Stríðsmennirnir þrír frá „Fólkinu okkar" lágu í leyni á norðurbakka Arkansasárinnar í tvo daga og fylgdust gaumgæfilega með öllu því, sem gerðist á suðurbakkanum. Áætlunin, sem þeir gerðu, var ágæt. Þeir ætluðu að fara yfir á suður- bakkann fyrir miðnætti, áður en skipt yrði um varðmann. Þar ætl- uðu þeir að liggja í felum í myrkr- inu og ráðast svo á hestaréttina rétt fyrir dögun. Halti-Bjór ætlaði að ráða niðurlögum varðmannsins, sem var næstur þorpinu. Rauðnef- ur ætlaði að ráða niðurlögum þess, sem var næstur ánni. Og Baðmull- artrjáa-Hné ætlaði að rjúfa girð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.