Úrval - 01.12.1974, Page 95
HALTI-BJÓR
93
áætlunina, hefur ættflokkurinn að-
eins misst þrjá menn. En takist okk-
ur þetta, munum við eignast hesta.“
Eftir miklar umræður var þeim
leyft að fara í þessa hættuför, og
einum af þrem feðrum Halta-Bjórs
var fengið það starf að gefa hinum
ungu og óreyndu stríðsmönnum góð
ráð að skilnaði. „Þið vitið,“ sagði
hann, „að Comanchemennirnir
pynta óvini sína, sem þeim tekst að
handsama, já, pynta þá á hinn
bbæðilegasta hátt. Það er sagt, að
sá maður, sem þeir ná á sitt vald,
verði að deyja ellefu sinnum. Mis-
takist ykkur áætlunin, skuluð þið
bíða til síðasta augnabliks og drepa
ykkur að svo búnu. Og komist ein-
hver ykkar í þá aðstöðu, að hann
hafi ekki tök á að ráða sér bana,
verðið þið hinir að lofa því að
stytta honum aldur, áður en þið
yfirgefið hann. Er það samþykkt?"
Félagarnir þrír samþykktu þetta.
Síðan tók faðir Halta-Bjórs hann
afsíðis og sagði við hann: „Ég hef
tekið eftir því, að þú gefur nánar
gætur að Blálaufi. Þú virðist hafa
fengið augastað á henni. „Halti-
Bjór samsinnti þessu með þögn
sinni, og faðir hans hélt áfram:
„Meðan þú ert í burtu, skal ég tala
við bróður hennar og komast að
því, hve mörg vísundaskinn þú
þarft að láta af hendi fyrir hana.“
Svar Halta-Bjórs var þess eðlis, að
það átti eftir að vera lengi í minn-
um haft innan ættflokksins: „Segðu
bróður hennar, að ég muni gefa
hest fyrir Blálauf."
Það var löng leið suður til lands
Comanchemannanna. Og á því voru
líkur við hvert fótmál þeirra, að
þessir þeysandi refsivendir slétt-
anna miklu kæmu auga á þá. En
stríðsmennirnir þrír voru einnig
reyndir sléttumenn, og þeir skildu
ekki eftir sig neina slóð eða komu
upp um nærveru sína á nokkurn
hátt. Þegar þeir tóku að nálgast
land Comanchemannanna, sáu þeir
tvisvar ríðandi Comanchemenn
bera við himin á efstu hæðadrög-
unum. En það hefði jafnvel verið
erfitt fyrir örn að koma auga á
innrásarmennina, þar sem þeir
földu sig í grasinu.
Þeir höfðu verið að heiman frá
Skröltormahæðum margar nætur,
þegar þeir komu að straumharðri
á, sem hlaut síðar nafnið Arkansas.
Hún var vatnsmikil, og í miðri ánni
voru tvær eyjar. Á hinum árbakk-
anum gat að líta allstórt Comanche-
þorp. Og þar blasti einnig við sjón,
sem gladdi þá mikið. Við þorpið
sáu þeir hestarétt, umgirta staura-
girðingu. Og inni í henni voru að
minnsta kosti 90 hestar.
Stríðsmennirnir þrír frá „Fólkinu
okkar" lágu í leyni á norðurbakka
Arkansasárinnar í tvo daga og
fylgdust gaumgæfilega með öllu
því, sem gerðist á suðurbakkanum.
Áætlunin, sem þeir gerðu, var ágæt.
Þeir ætluðu að fara yfir á suður-
bakkann fyrir miðnætti, áður en
skipt yrði um varðmann. Þar ætl-
uðu þeir að liggja í felum í myrkr-
inu og ráðast svo á hestaréttina
rétt fyrir dögun. Halti-Bjór ætlaði
að ráða niðurlögum varðmannsins,
sem var næstur þorpinu. Rauðnef-
ur ætlaði að ráða niðurlögum þess,
sem var næstur ánni. Og Baðmull-
artrjáa-Hné ætlaði að rjúfa girð-