Úrval - 01.12.1974, Blaðsíða 97
HALTI-BJOR
.95
Indíánar áttu sér margslungnar erfðavenjur. Ein þeirra var að helga sig sólinni,
sem lýst er á þessum síðum, en önnur var Höfuðleðradansinn, sem myndin hér
er af.
í hverjum mánuði varð konan hans
að búa í sérstökum kofa ásamt öðr-
um konum, sem eins var ástatt um.
Og meðan hún hafðist þar við,
mátti hún ekki tala við nokkurn
karlmann né nokkurt barn, svo að
hún kallaði ekki bölvun yfir þau.
Hjónabandið var þannig vissum
takmörkunum háð, en það var
huggunarrík uppbót, að ungu hjón-
in mynduðu nú innileg og náin
tengsl við samfélag þorpsins. Þar
átti hver maður þrjá eða fjóra feð-
ur og oft jafnmargar mæður. Öll
böjrnin tilheyrðu öllum, og allir
báru sameiginlega ábyrgð á uppeldi
og fræðslu hinna ungu. Börnunum
var aldrei refsað, og enginn dirfð-
ist að tala við þau hörkulegri röddu
eða að athyrða þau.
í þessu samfélagi gerði hver sam-
félagsþegn yfirleitt það, sem hon-
um sjálfum sýndist. Menn, sem kall
aðir voru ættarhöfðingjar, voru
kosnir til slíkra tignarstarfa af ná-
grönnum sínum. Þau gengu alls ekki
að erfðum. Þarna var ekki neinn
konungur, hvorki í þessu þorpi né
innan þjóðflokksins sem heildar,
heldur aðeins öldungaráð, en hvaða
stríðsmaður, sem var, gat hlotið
kosningu til þess. Þetta var eitt
frjálsasta samfélag, sem nokkurn
tíma hefur verið sett á laggirnar.
Einu takmarkanir þess voru trúin
á „Manninn uppi“, traustið til
„Flötu pípu“ og erfðavenjur „Fólks-
ins okkar“. Þetta líf hentaði hirð-
ingjum sléttanna miklu alveg prýði
lega, þar sem rýmið var óendan-
legt og vísundarnir óteljandi.
Nú var Halti-Bjór orðinn tæp