Úrval - 01.12.1974, Side 98

Úrval - 01.12.1974, Side 98
96 sex fet á hæð og vó tæp 160 pund. Hann var því grannur og virtist vera næstum krangalegur. Hann var með svart hár, sem hann flétt- aði í tvær fléttur, sem náðu niður á axlir. Um þær var vafið vísunda- leðuról, sem skreytt var með elgs- tönnum. Húð hans var sem ljóst brons á lit. Oftast var hann í lenda skýlu, en var að öðru leyti nakinn að ilskónum undanskildum. En á veturna kunni hann vel við sig í þröngum skinnbuxum, og voru saumarnir utanfótar skreyttir með leðurkögri eða litlum fjöðrum. Hann var þá líka í vesti, sem var skrautlega málað, og með létta skikkju á öxlum sér, sem gerð var úr húð af ungum vísundi. Hann mat félagsskap samfélags- þegna sinna mjög mikils, bæði ungra sem gamalla. Og hann var alveg eins eðlilegur í framkomu við börnin og eldri stríðsmenn. Hann mat hin nánu tengsl hjónabandsins mjög mikils og hélt við hinu trausta sambandi, sem var milli hans og feðra hans þriggja, mæðranna þriggja og ýmissa annarra ættingja. Því var eins farið með hann og flesta af „Fólkinu okkar.“ Hann var blíður og mildur í eðli sínu og forð- aðist bardaga eftir bestu föngum, en samt viðurkenndi hann, að raun- veruleg karlmennska hvers karl- manns var endanlega komin undir getu hans til þess að koma stað- festum snertihöggum á óvini sína. Hann fann til náinnar samkennd- ar með öllu því, sem lífsanda dró. Og einna best skildi hann vísund- inn. Einnig gat hann rakið slóð elgsdýra og dádýra og lagt þau að ÚRVAL velli. Hann vissi, hvar bjórinn faldi sig, og hvernig hægt var að veiða erni í gildrur, þegar mann vantaði arnarfjaðrir. Vitsmunir hans gerðu hann vel hæfan til þess að bregðast rétti- lega við vandamálum þess heims, sem hann þekkti. Hann hafði ágætt minni, sem studdist einnig við mjög næma athyglisgáfu. Þar eð hann lifði einföldu lífi, fékkst hann aðeins við að leysa einföld vanda- mál. Óhlutstæð hugsun og hug- myndir voru honum að miklu leyti ókunnur heimur, og hann lét sér nægja sinn litla heim, sem takmark- aðist af erfðavenjum og siðum ætt- flokksins. Þessi maður, sem hafði misst hest sinn vegna giftingar sinnar (ráðið hafði þegar útdeilt öllum hinum hestunum), ákvað nú að fram- kvæma fífldirfskuverk til þess að eignast annan hest. En hann vissi, að hann þyrfti á öllum þeim lík- ams- og sálarkröftum að halda, sem hann bjó yfir, ætti honum að tak- ast að framkvæma það, sem hann ætlaði sér, framkvæma það einn og óstuddur. Og hann gat aðeins tryggt sér algert vald yfir slíkum kröftum með því að helga sig sól- inni og hreinsa þannig anda sinn. Eftir að hann hafði velt þessari ákvörðun sinni fyrir sér í nokkra daga, gekk hann til konu sinnar og tilkynnti henni: „Ég mun helga mig sólinni við næsta Sólardans." Blálauf skalf, því að hún gerði sér grein fyrir því, að enginn gat séð afleiðingarnar fyrir, þegar mað- ur helgaði sig sólinni. BLÓÐUG ELDRAUN. Hátíða-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.