Úrval - 01.12.1974, Síða 100

Úrval - 01.12.1974, Síða 100
98 ÚRVAL og biðu hreyfingar- og svipbrigða- lausir þess, sem koma skyldi. Öldruðu mennirnir gengu að fyrsta stríðsmanninum, þukluðu á bakvöðvum hans og þrýstu öðrum beitta tréfleininum undir þaninn bakvöðva og út úr húðinni hinum megin vöðvans. Samstundis spýtt- ist blóðgusa úr sárinu. Þeir próf- uðu, hvort fleinninn sæti fastur, toguðu í hann og ýttu honum til. Síðan festu þeir annan enda leð- urólarinnar við hann og hinn end- ann við aðra vísundahauskúpuna, sem þeir réttu síðan unga mannin- um. Hann lét ekki í ljósi nein þján- ingarmerki, heldur lyfti hauskúp- unni í átt til sólar og kastaði henni síðan til jarðar. Svo stóð hann þarna teinréttur og hreyfingarlaus, með- an öldruðu mennirnir viðhöfðu sömu helgisiðina við félaga hans. Ungu stríðsmennirnir stukku nú fram á við. Vísundahauskúpurnar drógust þunglega eftir sandinum og rifu næstum tréfleinana í gegnum bakvöðva stríðsmannanna. Og stríðsmennirnir tóku nú til að dansa og héldu því áfram í langan tíma. Konur sungu, og gamlir menn hvöttu ungu mennina til þess að halda dansinum áfram. Og klukku- stundum saman héldu þeir áfram að dansa og draga hauskúpurnar á eftir sér. Það var líkt og þeir væru í eins konar dáleiðslu. Loks festist horn á annarri hauskúpunni í runni. Það stríkkaði á ólinni, og tréfleinninn ruddi sér braut í gegn- um bakvöðva dansmannsins. Hann hné niður. Þegar röðin kom að Halta-Bjór að helga sig sólinni, gekk hann til Baðmullartrjáa-Hnés og leiddi hann til Blálaufs, sem beið þar álengdar. Halti-Bjór tók hönd vinar síns, lagði hana í hönd eiginkonu sinnar og sagði hárri röddu: „Taktu hana. Gerðu henni barn. Þetta er fyrsta fórn mín.“ Svo hörfaði hann nokk- ur skref frá þeim og fylgdist með því, þegar Baðmullartrjáa-Hné leiddi Blálauf inn í tjald, sem ætl- að var til þessarar æðstu helgiat- hafnar. Halti-Bjór hafði nú jafnvel fórnað konu sinni og þetta sannaði, að hann mátti teljast hæfur til þess að gangast undir þá eldraun, sem beið hans. Nú sneri hann sér að feðrum sín- um þrem og rétti þeim tvo beitta tréfleina og tvær langar leðurólar. Elsti faðir hans gekk fram, greip í mjúkt holdið á bringu Halta- Bjórs og þuklaði hann með fingr- um sínum, þangað til hann fann vinstri brjóstvöðva hans. Hann tog- aði í hann og stríkkaði á honum. Svo teygði hann sig eftir tréfleini, lyfti honum hátíðlega í átt til sól- ar samkvæmt viðurtekinni helgi- venju og stakk honum síðan undir vöðvarin, þangað til oddurinn var kominn í gegnum húðina hinum megin vöðvans og báðir endar tré- fleinsins stóðu þannig út úr holdi Halta-Bjórs. Annar faðir hans gerði hið sama við hægra brjóstvöðva hans og einblíndi í augu sonar síns, en ungi maðurinn afbar hina miklu kvöl án þess að sýna þess nokkur merki, að þetta ylli honum nokkr- um þjáningum. Feðurnir bundu síðan leðurólarn- ar við tréfleinana og gáfu áhorf- endum merki. Ungur maður spratt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.