Úrval - 01.12.1974, Page 110
108
ÚRVAL
Dauði birtist. Þið megið ekki berj-
ast við neina aðra en hann.“
Grái-Úlfur gaf þeim ráð nokkurt
þessu til viðbótar: „Það er gagns-
laust að skjóta örvum að honum.
Það er gagnslaust að stinga í hann
spjótum. Þið verðið að kála hon-
um með stríðskylfunum.“
Og svo var lagt af stað til hinnar
miklu orustu. Og um leið og fyrsta
merki var gefið til atlögu, gufuðu
öll hin snjöllu herkænskubrögð
þeirra ættarhöfðingjanna upp,
vegna þess að í bardaga meðal Indí-
ána var hver maður sinn eiginn
hershöfðingi og hver liðsveit undir
sinni eigin stjórn. Cheyennemenn
stefndu á þorp Comanchemanna, en
á leiðinni varð Comanchemaður
einn á vegi þeirra. Þeir reyndu all-
ir að koma á hann snertihöggi, og
þegar hann hneig að lokum í val-
inn með ellefu örvar í sér, höfðu
allir gleymt þorpinu, sem ráðast
skyldi á.
Og ekki fór betur fyrir óvinun-
um. Apachemenn höfðu verið var-
aðir við því, að þeir yrðu að hafa
hraðann á, til þess að þeim tækist
að koma þorpsbúum til hjálpar.
Þeim hefði tekist að komast þang-
að, hefðu þeir ekki komið auga á
lítinn hóp, sem hafði villst frá aðal-
liðinu, þegar hann fór að eltast
við einn Comanchemenn. Og þá
sveigði allur Apacheherinn af leið
til þess að murka þá niður. Það
voru aðeins þeir Halti-Bjór og fél-
agar hans, sem hvikuðu ekki frá
hinni upphaflegu áætlun.
Bardaginn breyttist í ruglingsleg
átök, sem einkenndust af algerri
ringulreið. Innrásarmönnunum
tókst þó að halda svolitlum yfir-
burðum. En svo birtist lítill hópur
Comanchemanna skyndilega. í far-
arbroddi var stórvaxinn, dökkleit-
ur, ríðandi á svörtum hesti. Þetta
var sjálfur Aldrei-Dauði, og koma
hans hafði svo hvetjandi áhrif á
bandamenn hans, að þeir hófu
gagnárás gegn Cheyennemönnun-
um og hættu á, að gætu þeir skotið
þessum stríðsmönnum ærlegan
skelk í bringu, mundi „Fólkið okk-
ar“ einnig leggja á flótta.
Halti-Bjór og félagarnir hans
fimm riðu greitt í áttina til Aldrei-
Dauða, og síðan hófust. ofsafengin
átök. Hann var eins sterkur og af
hafði verið látið, og einn Cheyenne-
mannanna þriggja féll brátt í val-
inn. Aldrei-Dauði hleypti síðan
hesti sínum í áttina til þess staðar,
þar sem aðalátökin voru, en Halta-
Bjór tókst að komast í veg fyrir
hann, en hinir Cheyennemennirnir
tveir létu sig örvahríðina engu
skipta, heldur létu kylfuhöggin
dynja á Aldrei-Dauða. Hann reyndi
að komast undan þeim með því að
sveigja hest sinn í boga fram hjá
þieim, en Halti-Bjór keyrði hest
sinn áfram, svo að hann fór á harða
stökk, og þeysti þannig inn í miðj-
an hópinn. Hann lamdi Aldrei-
Dauða í hausinn með kylfu sinni,
henti sér síðan á hann og skellti
honum þannig af baki.
Um leið og kempurnar skullu
báðar af baki, uppgötvaði Halti-
Bjór, að líkami Aldrei-Dauða virt-
ist vera gerður úr járni, og það
heyrðist skrölthljóð, þegar hann
skall á jörðinni með Halta-Bjór of-
an á sér. Aldrei-Dauði var ógn-