Úrval - 01.12.1974, Page 111
HALTI-BJÓR
109
vekjandi vera, og Halti-Bjór bjóst
við því, að Aldrei-Dauði tortímdi
honum með einhverjum göldrum.
Halti-Bjór hafði misst kylfuna.
Hann greip með annarri hendinni
um hinn hnefann honum til styrkt-
ar, beygði olnbogana og sló síðan
Aldrei-Dauða beint í andlitið með
heljarafli. Comanchemaðurinn féll
aftur á bak, alveg dasaður. Halti-
Bjór lét hvert höggið á fætur öðru
dynja á honum. Hann heyrði bein
brotna í höfði hans, og þegar hann
hætti barsmíðinni, sá hann, að höf-
uð óvinarins sat ekki lengur rétt
á búknum. Cheyennemennirnir
tveir, félagar hans, komu nú ríð-
andi að honum á harðaspretti með
hrópum og hlátrum og lýsti yfir
miklum sigri. Halti-Bjór kraup á
kné og benti á fallinn óvin sinn og
sagði á merkjamáli: „Sterkt meðal.
Ekkert annað.“
Næsta morgun fóru hinir sigr-
uðu Comanchemenn og Apaihe-
menn fram á viðræðufund við
Cheyennemennina. Hinir sigruðu
stungu upp á því, að allir fangar
skyldu látnir lausir. og var það
gert. Síðan buðu þeir Cheyenne-
mönnum 20 hesta í skiptum fyrir
járnskyrtuna, sem foringi þeirra
hafði klæðst svo lengi og óvinir
hans höfðu nú fært hann úr.
„Skyrtan" var nú sýnd, svo að
menn gætu dáðst að henni. Þetta
var brynja, sem var smíðuð á
Spáni fyrir mörgum öldum. Hún
var úr járni og silfri og hafði ver-
ið tekin úr gröf spænsks landkönn-
uðar, sem hafði dáið í þessu fjar-
læga landi árið 1542, Hún hafði
lengi verið einn af helstu dýrgrip-
um þeirra Comanshemanna. Com-
anchehöfðingi einn, Djúpt Vatn að
nafni, sagði við þá á merkjamáli:
„Þetta yrði einskis virði fyrir stríðs
menn ykkar. En járnskyrtan er hið
volduga meðal okkar þjóðflokks.“
Það kom nokkuð hik á þá Chey-
ennemenn, en Halti-Bjór skarst í
leikinn með því að segja á merkja-
máli: „Áttatíu hestar.“ Og Djúpt
Vatn gaf merki um samþykki sitt
án augnabliks hiks.
Þessi mikli bardagi varð til þess,
að suðurlandamærin héldust stöð-
ug í næstum 40 ár, og var því einn
helsti Indíánabardaginn um hálfr-
ar aldar skeið. í honum börðust 113
Comanchemenn og 67 Aparhemenn
við 92 Cheyennemenn og 39 stríðs-
menn „Fólksins okkar.“ Banda-
mennirnir í suðri, þ.e. Comanche-
mennirnir og Apachemennirnir,
misstu 28 menn, þar á meðal kapp-
ann Aldrei-Dauða, en norðurbanda-
menn misstu 16 menn, þar á meðal
Gráa-Úlf.
Sigurvegararnir sneru heim með
80 Comanchehesta auk 19 hesta, sem
þeir höfðu náð af Apachemönnun-
um. Haldið var áfram að fá stað-
festingu á snertihöggum mörg
næstu kvöld, en ekkert þeirra var
samt eins athyglisvert og snerti-
höggið, sem Halta-Bjór tókst vopn-
lausum að koma á Aldrei-Dauða
og tókst þannig um leið að upp-
lýsa leyndardóminn um hið dular-
fulla meðal þeirra Comanche-
manna.
NÍU HESTAR GLATAST. Árið
1782, þegar Halti-Bjór var orðinn
35 ára gamall, gerðist atburður
nokkur þarna á sléttunum, sem or-