Úrval - 01.12.1974, Side 112
110
ÚRVAL
sakaði mikla röskun valdahlutíall-
anna milli Indíánaflokkanna. Eini
atburðurinn, sem komst nálægt at-
burði þessum að mikilvægi, var
koma hestsins.
Þetta ár keyptu Pawnee-Indíán-
ar mikið af rifflum af hvítum far-
andsölum frá St. Louis, og jafn-
framt því öðluðust þeir leikni í að
nota þá. Hinir þjóðflokkarnir, sem
bjuggu lengra í vesturátt, áttu að-
eins eina ósk, þegar þeir fréttu af
þeim ógnvænlegu yfirburðum, sem
Pawneemenn höfðu nú náð yfir
þeim. Þeir óskuðu þess heitt að
eignast sjálfir riffla eins og Paw-
neemenn. En þeir voru ekki enn
byrjaðir að versla við hvíta menn,
og því héldu þeir áfram að vera
riffillausir.
Margt af „Fólkinu okkar“ hafðist
þá við í tjaldbúðum nálægt Skrölt-
ormahæðum. Einn morguninn kom
drengur hlaupandi inn í tjaldbúð-
irnar og hrópaði: „Flokkur Paw-
neestríðsmanna liggur í leyni inni
í baðmullartrjáalundunum." Höfð-
ingjarnir sendu strax njósnara á
vettvang. Þeir sneru aftur með þess
ar ógnvekjandi fréttir: „Fimmtán
Pawneemenn. Góðir hestar. Fjórar
svartar spýtur.“
Ráðið ákvað, að tjaldbúðirnar
skyldu teknar upp tafarlaust og
„Fólkið okkar“ skyldi flytja sig um
set. En Halta-Bjór og sjö öðrum
stiríðsmönnum var leyft að vera
eftir til þess að egna Pawneemenn-
ina til árásar í þeirri von, að þann-
ig tækist þeim að ná í að minnsta
kosti einn af rifflunum.
„Við þurfum nokkra hesta til
þess að nota sem agn,“ sagði Halti-
Bjór. Þeim voru því fengnir 16
hestar, og 8 af þeim var leyft að
ganga lausum. Þeir voru reknir af
stað í áttina til Suður-Platteárinn-
ar. Áttu þeir að vera agnið. sem
Pawneemönnum var ætlað að
gleypa.
Bardaginn hófst, þegar Pawnee-
mennirnir 15 dreifðu sér til þess
að reka hesta þessa út í ána. Halti-
Bjór leyfði þeim að fara sínu fram,
vegna þess að þannig dreifðist
styrkur óvinanna og varð því
minni. En þegar þeir voru orðnir
vel dreifðir og höfðu myndað bog-
línu umhverfis hestana, réðst hann
ásamt Baðmullartrjáa-Hné af mikl-
um ofsa á miðjan bogann.
Þeim tókst að komast í gegnum
iínuna, en nú voru þeir umkringd-
ir óvinunum. Þetta var ekki nein
tilviljun. Þeir höfðu gert þetta af
ásettu ráði og sýnt þannig mikið
hugrekki, því að þannig beindist
athygli Pawneemannanna frá aðal-
hóp stríðsmanna „Fólksins okkar,“
svo að þeim varð kleift að ráðast
á báða fylkingararmana.
í fyrstu hélt foringi Pawnee-
mannanna, að honum tækist að
ráða niðurlögum árásarmannanna
tveggja án þess að beita byssunum,
en Halti-Bjór og Baðmullartrjáa-
Hné geystust áfram af slíkum tryll-
ingi og sköpuðu slíka ringulreið,
að það var ekki hægt að hafa hemil
á þeim með venjulegum bardaga-
aðferðum, hvað þá að ráða niður-
lögum þeirra.
Það kvað við hár hvellur. Síðan
gaus upp mikill reykur. og um leið
skall Baðmullartrjáa-Hné af baki
með splundraðan brjóstkassa. Halti