Úrval - 01.12.1974, Síða 112

Úrval - 01.12.1974, Síða 112
110 ÚRVAL sakaði mikla röskun valdahlutíall- anna milli Indíánaflokkanna. Eini atburðurinn, sem komst nálægt at- burði þessum að mikilvægi, var koma hestsins. Þetta ár keyptu Pawnee-Indíán- ar mikið af rifflum af hvítum far- andsölum frá St. Louis, og jafn- framt því öðluðust þeir leikni í að nota þá. Hinir þjóðflokkarnir, sem bjuggu lengra í vesturátt, áttu að- eins eina ósk, þegar þeir fréttu af þeim ógnvænlegu yfirburðum, sem Pawneemenn höfðu nú náð yfir þeim. Þeir óskuðu þess heitt að eignast sjálfir riffla eins og Paw- neemenn. En þeir voru ekki enn byrjaðir að versla við hvíta menn, og því héldu þeir áfram að vera riffillausir. Margt af „Fólkinu okkar“ hafðist þá við í tjaldbúðum nálægt Skrölt- ormahæðum. Einn morguninn kom drengur hlaupandi inn í tjaldbúð- irnar og hrópaði: „Flokkur Paw- neestríðsmanna liggur í leyni inni í baðmullartrjáalundunum." Höfð- ingjarnir sendu strax njósnara á vettvang. Þeir sneru aftur með þess ar ógnvekjandi fréttir: „Fimmtán Pawneemenn. Góðir hestar. Fjórar svartar spýtur.“ Ráðið ákvað, að tjaldbúðirnar skyldu teknar upp tafarlaust og „Fólkið okkar“ skyldi flytja sig um set. En Halta-Bjór og sjö öðrum stiríðsmönnum var leyft að vera eftir til þess að egna Pawneemenn- ina til árásar í þeirri von, að þann- ig tækist þeim að ná í að minnsta kosti einn af rifflunum. „Við þurfum nokkra hesta til þess að nota sem agn,“ sagði Halti- Bjór. Þeim voru því fengnir 16 hestar, og 8 af þeim var leyft að ganga lausum. Þeir voru reknir af stað í áttina til Suður-Platteárinn- ar. Áttu þeir að vera agnið. sem Pawneemönnum var ætlað að gleypa. Bardaginn hófst, þegar Pawnee- mennirnir 15 dreifðu sér til þess að reka hesta þessa út í ána. Halti- Bjór leyfði þeim að fara sínu fram, vegna þess að þannig dreifðist styrkur óvinanna og varð því minni. En þegar þeir voru orðnir vel dreifðir og höfðu myndað bog- línu umhverfis hestana, réðst hann ásamt Baðmullartrjáa-Hné af mikl- um ofsa á miðjan bogann. Þeim tókst að komast í gegnum iínuna, en nú voru þeir umkringd- ir óvinunum. Þetta var ekki nein tilviljun. Þeir höfðu gert þetta af ásettu ráði og sýnt þannig mikið hugrekki, því að þannig beindist athygli Pawneemannanna frá aðal- hóp stríðsmanna „Fólksins okkar,“ svo að þeim varð kleift að ráðast á báða fylkingararmana. í fyrstu hélt foringi Pawnee- mannanna, að honum tækist að ráða niðurlögum árásarmannanna tveggja án þess að beita byssunum, en Halti-Bjór og Baðmullartrjáa- Hné geystust áfram af slíkum tryll- ingi og sköpuðu slíka ringulreið, að það var ekki hægt að hafa hemil á þeim með venjulegum bardaga- aðferðum, hvað þá að ráða niður- lögum þeirra. Það kvað við hár hvellur. Síðan gaus upp mikill reykur. og um leið skall Baðmullartrjáa-Hné af baki með splundraðan brjóstkassa. Halti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.