Úrval - 01.12.1974, Side 116
114
ÚRVAL
og gætti þess, að tjaldopi'ð, sem
tjaldbúar áttu að ganga um, sneri
í austur. Það var óhugsandi, að
tjald sneri öðru vísi. Síðan var
tveim staurum til viðbótar komið
fyrir efst á tjaldinu, og með hjálp
þeirra var hægt að stjórna loft-
ræstingunni.
Þegar hún hafði lokið þessu verki
sínu, tók Halti-Bjór ýmiss konar
flutningskassa af dráttartrjánum.
Þeir voru gerðir úr hálfsútuðum
húðum, sem líktist fremur timbri
en leðri. Upp úr þeim tók Blálauf
síðan rúmflet þeirra, eldunar- og
búsáhöld og aðrar eigur þeirra, sem
voru reyndar heldur fábreytilegar.
Halti-Bjór sá um að setja upp
sitt rúmflet. Þar var um að ræða
lágan tréramma, og á hann lagði
hann mottu, sem var gerð úr vand-
lega sléttuðum víðiteinungum. Yfir
mottuna lagði hann síðan tvær
mjúkar vísundahúðir. Og á tjald-
vegginn á bak við rúmfletið hengdi
hann miðlungsstóra skikkju úr vís-
undaskinni, sem hafði verið með-
höndlað þannig, að það líktist helst
pergamenti. Á skikkju þessa hafði
Blálauf teiknað athyglisverða at-
burði úr lífi manns síns, og til þess
hafði hún notað oddhvassar spýtur
í stað pensla og ýmiss konar litar-
efni.
Enginn ættflokkur gat stöðugt
háð styrjöld né veitt vísunda, þeg-
ar enga vísunda var að hafa. Og
það var ekki um neinar bækur að
ræða, og enginn af „Fólkinu okkar“
gat rætt við fólk úr öðrum þjóð-
flokkum. Ekki var heldur nein þörf
fyrir stöðuga ráðsfundi, og því hafði
Halti-Bjór stundum ekkert að gera
vikunum saman. Þá safnaði hann
um sig efnilegustu ungu mönnun-
um, og sitjandi á rúmi sínu sagði
hann þeim frá því, hvernig hann
hafði barist við Aldrei-Dauða og
hvernig honum hafði tekist að ná
fyrstu byssu ættflokksins. Hann var
mjög nákvæmur í frásögn sinni,
sem var því mjög ýtarleg. Og alltaf
gætti hann þess að hrósa þeim
Baðmullartrjáa-Hné og Rauðnef
fyrir þeirra aðild að hreystiverkum
þessum. Sá fyrrnefndi var nú lát-
inn, en sá síðarnefndi var orðinn
mikilsmetinn ættarhöfðingi. Halti-
Bjór gortaði ekki af neinum snerti-
höggum, sem hann hafði ekki ör-
ugglega og réttilega fengið viður-
kennd, og engum gafst því nokkru
sinni tækifæri til þess að grípa
fram í frásögn hans og spyrja:
„Hver sá þig koma þessu snerti-
höggi á óvininn?" Snertihögg hans
voru orðin hluti af sögu ættflokks-
ins, og kona hans hafði málað at-
burði þessa á húðina, sem hékk á
veggnum í tjaldinu þeirra.
TJALDBÚÐIR ÓKUNNRA
GUÐA. Síðla vetrar árið 1799
skýrðu njósnarar frá því, að tveir
einkennilegir menn væru á leið
upp með Platteánni. Þeir voru ekki
rauðir eins og Pawneemenn, enda
þótt þeir kæmu frá landsvæði
þeirra. Þeir voru jafnvel ekki klædd
ir að hætti Indíána. Höfuð þeirra
voru þakin bjórskinni, og á eftir
sér drógu þeir dráttargrind, sem
rann fyrirhafnarlaust eftir snjó-
breiðunum. Þeir voru báðir með
riffla, og það sást í tvo aðra riffla
á dráttargrindinni. Af þessum upp-
lýsingum var það álitið, að hér