Úrval - 01.12.1974, Page 118
116
ÚRVAL
væru auðugir menn á ferð, en þó
var það einkennilegt, að þeir skyldu
þá ekki hafa neina hesta meðferð-
is.
Njósnarar ættflokksins höfðu
stöðugt auga með þeim, og fréttir
þeirra voru ætíð á einn og sama
veg: „Þeir héldu dálítið lengra í
vesturátt í dag. Annar er stuttur,
næstum eins dökkur og Ute-Indíáni
en sá hærri er með rauðleitt hár
í andlitinu.
Þeir gerðu hlé á ferð sinni, þeg-
ar þeir komu að ármótum Bjór-
læks og Platteár. Þar höfðu þeir
fundið eitthvað, sem þeir voru
ánægðir með. Og þar komu þeir
sér upp varanlegum tjaldbúðum.
Þeir skófu snjóinn af flöt þar og
byggðu sér síðan lágt skýli úr baðm
ullartrjáaviðl Hvorugur hinna ó-
kunnu guða, en svo voru þeir kall-
aðir meðal „Fólksins okkar“ í
Skröltormahæðum, gat gengið inn
í skýlið án þess að beygja sig.
Kvöld eitt læddist Halti-Bjór
mjög nálægt kofanum og fylgdist
með því, þegar þeir vöfðu umbúðir
utan af alls konar pinklum, svo að
í ljós komu smáhlutir, sem glóðu
í sólskininu. Hann hafði séð svip-
aða skartmuni fyrir löngu, eitt sinn
þegar hann var að versla við Crow-
Indíánana. Öðru sinni sá hann
hærri guðinn reyna að veiða fisk í
ánni, og hann fylgdist með honum
af slíkri æsingu, að hann tók ekki
eftir því að lægri guðinn nálgaðist
hann. Og áður en Halta-Bjór tækist
að skjótast burt, komst þessi ókunni
guð alveg að honum. Hann stóð
þarna kyrr og starði á hann. Á því
augnabliki gerði Halti-Bjór sér
grein fyrir því, að þetta voru ekki
guðir, heldur ókunnugir menn.
Þeir voru menn eins og hann sjálf-
ur, og hann flýtti sér burt til þess
að skýra Blálaufi frá þessari upp-
gösvun sinni. Hún átti bágt með
að trúa honum, en sagði þó loks-
ins: „Ef þeir eru eins og við og
ætla að búa hérna á meðal okkar,
ættum við að tala við þá.“
„Það datt mér líka í hug,“ svar-
aði Halti-Bjór. Og svo gekk hann
djarflega til skýlis ókunnu mann-
anna og heilsaði þeim með því að
rétta upp höndina.
Hann stóð í sömu sporum, en
lægri maðurinn byrjaði strax að
sýna honum óendanlega fjölbreyti-
lega hluti, sem hann hafði komið
með upp með ánni. í einum kass-
anum voru glitrandi perlur, allar
í röð og með ýmsum litum. í öðr-
um kassanum voru ábreiður, ekki
úr vísundahúð, heldur úr einhverju
mjúku og voðfelldu efni. Síðan
opnaði maðurinn enn einn pinkil-
inn, og þá komu í ljós fallegustu
hlutir, sem Halti-Bjór hafði nokk-
urn tíma séð. Þeir voru úr hörð-
um málmi eins og byssuhlaup, en
gljáandi og hvítir.
„Silfur,“ sagði lági maðurinn
aftur og aftur. „Silfur," en þegar
Halti-Bjór ætlaði að teygja sig eft-
ir einum af hlutum þessum, kippti
maðurinn hlutnum að sér og lyfti
upp bjórskinni. „Bjór,“ sagði hann
hvað eftir annað og gaf til kynna,
að kæmu indíánarnir með bjór-
skinn, fengju þeir silfurskartgrip-
ina í staðinn. Og hann lagði silfur-
armband rétt hjá Halta-Bjór til
þess að sýna sinn góða hug.