Úrval - 01.12.1974, Side 120

Úrval - 01.12.1974, Side 120
118 ÚRVAL Næsta dag kallaði Halti-Bjór saman allan flokkinn og lýsti því, hvers hann hefði orðið vísari. Hann fullvissaði höfðingjana um, að gestirnir væru ekki guðir og þeir hefðu komið í friðsamlegum tilgangi. Hann sagði, að þeir hefðu bara áhuga á að versla. Hann safn- aði síðan saman öllum þeim bjór- skinnum, sem til voru, kastaði þeim á dráttargrind og teymdi síðan hestinn á staðinn, þar sem gest- irnir biðu með sínar freistandi vörur. En þegar viðskiptin voru í þann veginn að hefjast, gaf hann til kynna, að hann kærði sig ekki um neitt silfurdót né marglitar ábreiður. Hann benti ákveðinn á einn af rifflunum til þess að gefa mönnunum til kynna, að hann tæki ekki við neinu öðru í skiptum fyr- ir skinnin. Hærri maðurinn, sá með rauða skeggið, var ófús til þessara við- skipta og sagði við félaga sinn: „Ef þeir fá byssur, verða þeir eins slæmir og Pawneemennirnir." Hann vildi ekki láta byssuna af hendi, en hinn maðurinn tók hana af hon- um, rétti Halta-Bjór hana og sagði á frönsku við félaga sinn: „Þeir fá hvort sem er byssur fyrr eða síðar. Ef þeir fá þær hjá okkur, þá fáum við skinnin þeirra.“ Og þannig hitti „Fólkið okkar“ hvíta manninn, byrjaði að versla og eignaðist byssur. SÍÐASTI BARDAGINN. Snemma hausts skiptu baðmullartrén um lit, en þau uxu meðfram hverri á og hverjum læk. Blöð þeirra urðu logagyllt stutta stund og glitruðu pins og asparlauf. En vindar vetr- arins, sem var skammt undan, feykti þeim burt, og svo stóðu trén skyndilega nakin. Árið 1803, þegar Halti-Bjór var orðinn 56 ára gamall, minntu þessi litaskipti baðmullartrjánna hann á, að framundan biði dimmur og kaldur vetur. Hann langaði ekki til þess að mæta enn öðrum vetri. Kuldinn hafði orðið bitrari eftir því sem árin liðu, og hann fann nú ekki lengur neina huggun í því að sitja á rúmfleti sínu og segja ungu mönnunum frá fornum afreksverk- um sínum. Veikindi hans höfðu byrjað fyrir nokkrum árum, þegar hann hafði brotið tönn á seigu vís- undakjöti. Næsta ár hafði hann misst aðra tönn á sama hátt og síðan tvær í viðbót, svo að nú neyddist hann til þess að éta kjöt- kökur úr vindþurrkuðu, mögru kjöti, en að því hafði honum aldrei geðjast. Æskuvinir hans voru nú óðum að týna tölunni. Rauðnefur hafði dáið í fyrravetur, og Baðmullar- trjáa-Hné var löngu dauður. Yngri menn sátu nú við stjórnvölinn, og enda þótt þeir hefðu til að bera hugrekki það, sem ættflokknum var í brjóst borið, voru þeir mestu klaufar í samningum sínum við Comanchemenn og höfðu leyft Pawneemönnum að flytjast svo langt í vesturátt, að nú var „Fólk- ið okkar“ orðið næstum innikróað á pínulitlu landsvæði umhverfis Skröltormahæðir. Hann var því í leiðu skapi, þegar njósnarar komu æðandi inn í tjaldbúðirnar með þær fréttir, að Pawneemenn hefðu náð í unga stúlku frá „Fólkinu okk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.