Úrval - 01.12.1974, Side 121

Úrval - 01.12.1974, Side 121
HALTI-BJÓR 119 ar“ og ætluðu að fórna henni við eina af helgiathöfnum sínum. „Við verðum að ná henni af þeim!“ hrópaði hann og vildi ekki heyra annað nefnt. Að láta ein- hverjar vörur í skiptum fyrir hana? Aldrei að eilífu! Að láta af hendi meira veiðiland? Aldrei. Hesta, skinn eða byssur? Hann hiustaði ekki á mótbárur þeirra. „Við ríð- um í austurátt og náum henni!“ hrópaði hann. Hann hélt á fund konu sinnar í mikilli hugaræsingu, og þau ræddu þetta mál lengi. Hún gerði sér góða grein fyrir því alvarlega máli, sem hann hafði i huga, og hvaða hræði- legar afleiðingar slíkt hlyti að hafa fyrir hana. En samt studdi ún hann í þessum ásetningi hans. Hann hafði reynst góður eiginmaður, betri en flestir meðal „Fólksins okkar“. Og það var mikið lof, því að því var eins farið með karlmennina meðal „Fólksins okkar“ og meðal Chey- enne-indíána, að þeir voru góðir konum sínum og traustir og trúir. Hún varð því ekki neitt hissa, þeg- ar hann tilkynnti: „Þegar við ráð- umst á Pawneemennina, ætla ég að binda mig við staur.“ Ættflokkurinn fann til sterkrar þjóðerniskenndar, þegar hann frétti, að Halti-Bjór ætlaði að fórna sér fyrir flokkinn. Nú var tekið til að undirbúa árásarferðina, því að það varð að ráðast á Pawneemenn, áð- ur en fyrsta vetrarhríðin skylli á. Ungir stríðsmenn gættu að hestum sínum og smurðu byssur sínar með vísundafeiti. Svo rann upp sá dagur, að hóp- urinn var reiðubúinn til að halda í austurátt. Það var kalt, og lauf- in voru fallin af baðmullartrján- um. Halti-Bjór kvaddi konu sína. Hann var með góða hestinn sinn, riffilinn sinn og geymslupokann sinn. Svo var brottfararmerkið gefið, og hann yfirgaf Skröltorma- hæðir í síðasta sinn. Hópurinn frá „Fólkinu okkar“ hélt varlega í austurátt, þangað til hann kom að allstórum Pawnee- tjaldbúðum. En þeir gátu ekki vit- að, hvort Pawnemenn höfðu fórn- arstúlkuna í haldi í þessum tjald- búðum eða einhverjum öðrum. Það var liðinn svo langur tími frá rán- inu. að hún var að öllum líkindum dáin núna. Og þeir gerðu sér allir grein fyrir, að þetta var mjög lík- legt, allir nema Halti-Bjór. Hann hélt áfram að endurtaka: „Við ná- um stúlkunni okkar aftur.“ Hlutverk Halta-Bjórs í aðsteðj- andi bardaga var augljóst. „Ég ætla að binda mig við staur — — . . . þarna. Ég ætla ekki að berjast við hvaða Pawneemann sem er, sem ráðast kann að mér. Ég ætla að bíða eftir mikla höfðingjanum, Ólguvatni, og ég ætla að skjóta hann til bana. Þá verða Pawnee- mennirnir dauðskelkaðir, og við náum stúlkunni." Enginn efaðist um, að hann mundi |*era nákvæm- lega það, sem hann hafði lofað að gera. Hann yrði miðdepill viður- eignarinnar, og því mundi bardag- inn vera háður umhverfis hann. Og tækist honum að gera áhrif fyrstu árásartilraunar Pawnee- manna að engu með því að skjóta höfðingjann, hafði „Fólkið okkar“ góðan möguleika á að vinna sigur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.