Úrval - 01.12.1974, Page 121
HALTI-BJÓR
119
ar“ og ætluðu að fórna henni við
eina af helgiathöfnum sínum.
„Við verðum að ná henni af
þeim!“ hrópaði hann og vildi ekki
heyra annað nefnt. Að láta ein-
hverjar vörur í skiptum fyrir hana?
Aldrei að eilífu! Að láta af hendi
meira veiðiland? Aldrei. Hesta,
skinn eða byssur? Hann hiustaði
ekki á mótbárur þeirra. „Við ríð-
um í austurátt og náum henni!“
hrópaði hann.
Hann hélt á fund konu sinnar í
mikilli hugaræsingu, og þau ræddu
þetta mál lengi. Hún gerði sér góða
grein fyrir því alvarlega máli, sem
hann hafði i huga, og hvaða hræði-
legar afleiðingar slíkt hlyti að hafa
fyrir hana. En samt studdi ún hann
í þessum ásetningi hans. Hann hafði
reynst góður eiginmaður, betri en
flestir meðal „Fólksins okkar“. Og
það var mikið lof, því að því var
eins farið með karlmennina meðal
„Fólksins okkar“ og meðal Chey-
enne-indíána, að þeir voru góðir
konum sínum og traustir og trúir.
Hún varð því ekki neitt hissa, þeg-
ar hann tilkynnti: „Þegar við ráð-
umst á Pawneemennina, ætla ég
að binda mig við staur.“
Ættflokkurinn fann til sterkrar
þjóðerniskenndar, þegar hann frétti,
að Halti-Bjór ætlaði að fórna sér
fyrir flokkinn. Nú var tekið til að
undirbúa árásarferðina, því að það
varð að ráðast á Pawneemenn, áð-
ur en fyrsta vetrarhríðin skylli á.
Ungir stríðsmenn gættu að hestum
sínum og smurðu byssur sínar með
vísundafeiti.
Svo rann upp sá dagur, að hóp-
urinn var reiðubúinn til að halda
í austurátt. Það var kalt, og lauf-
in voru fallin af baðmullartrján-
um. Halti-Bjór kvaddi konu sína.
Hann var með góða hestinn sinn,
riffilinn sinn og geymslupokann
sinn. Svo var brottfararmerkið
gefið, og hann yfirgaf Skröltorma-
hæðir í síðasta sinn.
Hópurinn frá „Fólkinu okkar“
hélt varlega í austurátt, þangað til
hann kom að allstórum Pawnee-
tjaldbúðum. En þeir gátu ekki vit-
að, hvort Pawnemenn höfðu fórn-
arstúlkuna í haldi í þessum tjald-
búðum eða einhverjum öðrum. Það
var liðinn svo langur tími frá rán-
inu. að hún var að öllum líkindum
dáin núna. Og þeir gerðu sér allir
grein fyrir, að þetta var mjög lík-
legt, allir nema Halti-Bjór. Hann
hélt áfram að endurtaka: „Við ná-
um stúlkunni okkar aftur.“
Hlutverk Halta-Bjórs í aðsteðj-
andi bardaga var augljóst. „Ég
ætla að binda mig við staur — —
. . . þarna. Ég ætla ekki að berjast
við hvaða Pawneemann sem er, sem
ráðast kann að mér. Ég ætla að
bíða eftir mikla höfðingjanum,
Ólguvatni, og ég ætla að skjóta
hann til bana. Þá verða Pawnee-
mennirnir dauðskelkaðir, og við
náum stúlkunni." Enginn efaðist
um, að hann mundi |*era nákvæm-
lega það, sem hann hafði lofað að
gera. Hann yrði miðdepill viður-
eignarinnar, og því mundi bardag-
inn vera háður umhverfis hann.
Og tækist honum að gera áhrif
fyrstu árásartilraunar Pawnee-
manna að engu með því að skjóta
höfðingjann, hafði „Fólkið okkar“
góðan möguleika á að vinna sigur.