Úrval - 01.12.1974, Síða 122
120
ÚRVAL
Um morguninn hélt flokkurinn
svolítið lengra í áttina til Pawnee-
tjaldbúðanna samkvæmt áætlun,
en svo beið hann, þangað til Halti-
Bjór hafði tekið sér stöðu á stað,
þar sem sókn Pawneemanna mundi
verða hörðust. Hann fann sér stein,
lamdi staurinn niður og batt sig
við hann. Það kváðu við hróp, og
„Fólkið okkar“ gerði árás á vestur-
hlið þorpsins.
Pawneemenn gerðu gagnárás og
komu fljótlega auga á Halta-Bjór,
þar sem hann stóð bundinn við
staurinn með riffilinn tilbúinn. Þeir
bjuggust við, að hann hleypti af,
svo að fremstu reiðmennirnir
sveigðu til hliðar til þess að forð-
ast kúlur hans. En þegar hann lét
ekki verða af því að hleypa af, þá
réðust þeir, sem komu á eftir þeim
fremstu, gegn honum, og einu'm
tókst að stinga spjóti í gegnum
vinstri öxl hans og skildi spjótið
með hakinu á endanum eftir í sár-
inu. Halti-Bjór reif burt spjótið,
en um leið rifnaði stórt stykki af
haldi einnig burt. Þetta var slæm
byrjun.
Ólguvatn hafði ekki birst ennþá.
Og hann sást hvergi, þegar önnur
árásinu var gerð. Einu sinni tókst
Pawneemanni að hitta Halta-Bjór
með spjóti. í þetta skipti lenti það
í vinstri fæti honum án þess að
særa hann mikið. Halti-Bjór reif
burt spjótið með fyrirlitningarsvip
og lagði bæði spjótin við hlið sér.
ef ske kynni, að hann þyrfti að
gripa til þeirra.
Ólguvatn birtist loks, þegar
þriðja árásin var gerð. Þetta var
hávaxinn og myndarlegur höfð-
ingi, koparbrúnn á hörund. Hann
áleit, að Halti-Bjór væri illa særð-
ur, og því reið hann hiklaust í
áttina til bundna mannsins. Halti-
Bjór miðaði á hann og hitti hann.
Höfðinginn steyptist af baki stein-
dauður. Svo hlóð Halti-Bjór riffil-
inn að nýju, og tókst honum að
fella annan stríðsmann.
Undanhald Pawneemanna var nú
að hefjast, en á undanhaldinu tókst
nokkrum ríðandi stríðsmönnum að
særa Halta-Bjór með spjótum sín-
um. Nú hafði hann verið særður
allmörgum sárum, sem blæddi mik-
ið úr. Og það var úti um hann,
þegar fimmta Pawneemanninum
tókst að leggja hann spjóti. Hann
stakk því í síðu hans aftanverða.
svo að út gekk um brjóstið. Halti-
Bjór greip í spjótsoddinn, sem stóð
út úr brjósti honum. Hann var í
þann veginn að detta fram fyrir
sig, en honum tókst að hamla gegn
því nógu lengi til þess að geta haf-
ið kveðjusöng sinn: „Aðeins stein-
arnir endast að eilífu . . .“
Það fór skjálfti um líkama hans,
sem batt enda á söng hans. Hann
kippti í spjótið og reyndi að draga
það allt í gegnum sig og út að
framan, en þá brást honum styrk-
ur til þess, og hann féll fram yfir
sig og lá þarna endilangur í ryk-
inu á orrustuvellinum,
Hoppandi-Snákur lýsti því yfir,
að Halti-Bjór skyldi grafinn að
höfðingjasið, og hár trépallur var
síðan reistur á milli þriggja baðm-
ullartrjáa við bakka Platteárinnar.
Og þar var hinn sundurtætti lík-
ami lagður til hvíldar, allhátt yfir
jörðu.. Staurinn, sem hann hafði