Úrval - 01.12.1974, Page 124

Úrval - 01.12.1974, Page 124
122 ÚRVAL í tjaldbúðum „Fólksins okkar“ var í þann veginn að gerast harm- leikur. Þar birtist ein skuggahlið- in á siðvenjum indíána. Blálauf var nú ekki lengur eiginkona stríðs- manns. Hún átti ekki lengur rétt á eigin tjaldi. Konur streymdu nú að víðs vegar úr tjaldbúðunum og tættu í sundur tjald hennar og höfðu það á brott með sér ásamt öllum hennar eignum. Tjaldstöng- unum var kippt upp úr jörðinni og tjaldið fellt. Og vísundahúðin, sem hún hafði málað á myndir af hetju- dáðum Halta-Bjórs, hvarf einnig. Um kvöldið var Blálauf skilin eftir eignalaus að undanskildum flíkum þeim, sem hún var í. Lög sléttanna voru skýr, og þeim varð ekki haggað. Öldruð ekkja eins og Blálauf, sem átti ekki neinn son, sem gæti verndað hana, né mág, sem væri reiðubúinn að bjóða henni í tjald sitt, átti ekki lengur neitt heimili. Hún gat ekki eignast neitt heimili. Svo sögðu lögin. Svo skall á blindhríð þriðja kvöldið eftir dauða Halta-Bjórs. Og Blálauf gat ekki fundið neitt skjól nema innan um skjálfandi hestana. Hún hafði ekki smakkað nokkurn matarbita allan daginn og var mjög lasburða. En hún kvart- aði ekki, þegar hún hjúfraði sig upp að hestunum, sem guldu í sömu mynt. Þau Halti-Bjór höfðu bæði vitað, að þetta hlutu að verða afleiðingarnar af verknaði hans. Þetta höfðu orðið örlög móður hennar og einnig móðursystra henn ar, og hún bjóst ekki við neinu betra sér til handa. Halti-Bjór dó í lok tímabilsins, glæstasta tímabils, sem indíánarn- ir á vesturhluta sléttanna miklu lifðu. Á æviferli hans hafði hópur indíána úr norðri reikað í suður- átt og veitt vísunda fótgangandi. Af illri nauðsyn höfðu þeir haldið sig á aðþrengdum og mjóum land- svæðum. En á sínu nýja heimili við Platteáni höfðu þeir eignast hestinn og byssuna og höfðu þróað með sér villta, en glæsta lífshætti, sem byggðust á góðum erfðavenj- um fortíðarinnar, en aðlöguðust nýjum háttum og venjum eftir þörfum. „Fólkið okkar“ og Cheyenne- indíánarnir. Hve fáir þeir voru, en hversu voldugir og sterkir í raun og veru! Þeir urðu samtals aldrei fleiri en 7000 að tölu, en það þýddi, að meðal þeirra voru aldrei fleiri en um 3000 karlmenn, og af þeim hafa ekki verið fleiri en 1000 stríðs- menn. Cheyenne-indíánarnir og Arapa- ho-indíánarnir, því að svo var „Fólkið okkar“ kallað af öðrum þjóðflokkum, voru aldrei í meiri- hluta á neinu því landsvæði, sem þeir hösluðu sér völl á. En samt þeystu þessir fáu menn, hávaxnir og eirbrúnir, hugrakkir í bardög- um og réttlátir í friði, á spretti yfir slétturnar, líkt og þeir væru límd- ir við hesta sína, og hösluðu sér varanlegan völl í sögu landsins. Þeir settu svip á tímabil sitt og landsvæði það, sem þeir bjuggu á. Þeir vörðu heimili sín af hugrekki og yfirgáfu ekki sléttuna sína með ósigri heldur í dýrðarljóma. Og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.