Úrval - 01.12.1974, Síða 124
122
ÚRVAL
í tjaldbúðum „Fólksins okkar“
var í þann veginn að gerast harm-
leikur. Þar birtist ein skuggahlið-
in á siðvenjum indíána. Blálauf
var nú ekki lengur eiginkona stríðs-
manns. Hún átti ekki lengur rétt
á eigin tjaldi. Konur streymdu nú
að víðs vegar úr tjaldbúðunum og
tættu í sundur tjald hennar og
höfðu það á brott með sér ásamt
öllum hennar eignum. Tjaldstöng-
unum var kippt upp úr jörðinni og
tjaldið fellt. Og vísundahúðin, sem
hún hafði málað á myndir af hetju-
dáðum Halta-Bjórs, hvarf einnig.
Um kvöldið var Blálauf skilin
eftir eignalaus að undanskildum
flíkum þeim, sem hún var í. Lög
sléttanna voru skýr, og þeim varð
ekki haggað. Öldruð ekkja eins og
Blálauf, sem átti ekki neinn son,
sem gæti verndað hana, né mág,
sem væri reiðubúinn að bjóða
henni í tjald sitt, átti ekki lengur
neitt heimili. Hún gat ekki eignast
neitt heimili. Svo sögðu lögin.
Svo skall á blindhríð þriðja
kvöldið eftir dauða Halta-Bjórs.
Og Blálauf gat ekki fundið neitt
skjól nema innan um skjálfandi
hestana. Hún hafði ekki smakkað
nokkurn matarbita allan daginn og
var mjög lasburða. En hún kvart-
aði ekki, þegar hún hjúfraði sig
upp að hestunum, sem guldu í
sömu mynt. Þau Halti-Bjór höfðu
bæði vitað, að þetta hlutu að verða
afleiðingarnar af verknaði hans.
Þetta höfðu orðið örlög móður
hennar og einnig móðursystra henn
ar, og hún bjóst ekki við neinu
betra sér til handa.
Halti-Bjór dó í lok tímabilsins,
glæstasta tímabils, sem indíánarn-
ir á vesturhluta sléttanna miklu
lifðu. Á æviferli hans hafði hópur
indíána úr norðri reikað í suður-
átt og veitt vísunda fótgangandi.
Af illri nauðsyn höfðu þeir haldið
sig á aðþrengdum og mjóum land-
svæðum. En á sínu nýja heimili
við Platteáni höfðu þeir eignast
hestinn og byssuna og höfðu þróað
með sér villta, en glæsta lífshætti,
sem byggðust á góðum erfðavenj-
um fortíðarinnar, en aðlöguðust
nýjum háttum og venjum eftir
þörfum.
„Fólkið okkar“ og Cheyenne-
indíánarnir. Hve fáir þeir voru, en
hversu voldugir og sterkir í raun
og veru! Þeir urðu samtals aldrei
fleiri en 7000 að tölu, en það þýddi,
að meðal þeirra voru aldrei fleiri
en um 3000 karlmenn, og af þeim
hafa ekki verið fleiri en 1000 stríðs-
menn.
Cheyenne-indíánarnir og Arapa-
ho-indíánarnir, því að svo var
„Fólkið okkar“ kallað af öðrum
þjóðflokkum, voru aldrei í meiri-
hluta á neinu því landsvæði, sem
þeir hösluðu sér völl á. En samt
þeystu þessir fáu menn, hávaxnir
og eirbrúnir, hugrakkir í bardög-
um og réttlátir í friði, á spretti yfir
slétturnar, líkt og þeir væru límd-
ir við hesta sína, og hösluðu sér
varanlegan völl í sögu landsins.
Þeir settu svip á tímabil sitt og
landsvæði það, sem þeir bjuggu á.
Þeir vörðu heimili sín af hugrekki
og yfirgáfu ekki sléttuna sína með
ósigri heldur í dýrðarljóma. Og