Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 4
2
LIRVAL
PRAKTÍSK AFMÆLISGJÖF.
Einn vina minna var í döpru skapi.
Næsta dag — afmælisdaginn hans —
átti hann að leggjast inn á sjúkrahús
til að undirgangast meitiháttar upp-
skurð.
En það birti heldur en ekki yfir
heimili hans um kvöldið, þegar
hávaxin, grönn mannvera, klædd í
peysu og gallabuxur, kom inn í
stofuna með pappakassa yfir höfðinu
og rautt silkiband með slaufu utan
um. Innan úr kassanum heyrðist:
,,Til hamingju með morgundaginn,
pabbi minn. Vinur minn leysti upp
kassann og dró hann upp af höfðinu,
og í ljós kom táningurinn sonur hans
— hreinrakaður og stuttklipptur!
★ ★ ★
Tveir sjúklingar á geðsjúkrahúsi
fengu stóran nagla og hamar í
jólagjöf. Annar þeirra hélt svo
naglahausnum að veggnum, en hinn
barði á oddinn með hamrinum.
Allt í einu sagði sá, sem á
naglanum hélt: „Fuglinn, sem bjó til
þennan nagla, hefur verið eitthvað
skrýtinn. Hann hefur sett oddinn á
vitlausan enda.”
,,Ónei, góði,” sagði hinn, hætti
að berja og fór að hlæja. ,,Það er þú,
sem ert vitlaus. Sérðu ekki, að þessi
nagli gengur að veggnum á móti?”
★ ★ ★
Haflð þið heyrt um bridsklúbbinn
í Washington, þar sem félagarnir eru
svo þekktir fyrir að gefa merki undir
borðum, að þeir eru almennt kailaðir
„Rauðu kálfarnir í Washington?”
★ ★ ★
Til er sú kenning, að ef maður
reykir ekki, drekkur ekki, etur aðeins
heilsusamlegan mat í hófi og varast
öll samskipti við kvenfólk, muni hann
lengja líf sitt til muna. Gallinn er sá,
að þessi kenning fæst hvorki sönnuð
né afsönnuð, fyrr en einhver reynir
hana.
★ ★ ★