Úrval - 01.04.1976, Page 8
6
URVAL
Fœstir karlar telja það nógu karlmannlegt að
viðurkenna, aðþeir eigi við vandamdl að gltma
— því síður að leita hjálpar. Þetta viðhorf
veldur ótrúlega mikilli ónauðsynlegri þjáningu.
HVÍ LEITA
KARLAR
EKKI HJÁLPAR?
—James Lincoln Collier —
■immvr.
*
*
*
*
*
*
*
*
að leyndi sér ekki að
Frank Johnson átti í erf-
iðleikum. Á rétt rúmum
tveimur árum hafði hann
þrisvar sinnum skipt um
*****
atvinnu. Heimilislífið hafði versnað;
hann var orðinn svo spunastuttur
við börnin að þau forðuðust hann, og
nokkrum sinnum hafði hann reiðst
við konuna sína og hellt sér yfir hana
innan um fólk. Þegar svo einn nán-
asti vinur hans minntist á það við
hann, að hann ætti að leita hjálpar,
hellti hann sér yfir hann og hrðpaði:
— Athugaðu það bara, að ég get
séð um mig sjálfur! ’ ’
En í rauninni var það ekki þannig.
Tæpum sex mánuðum seinna var
konan hans flutt frá honum með
börnin með sér; og Frank niður-
dreginn og hrjáður var á leið með að
missa vinnuna einu sinni enn.
Menn, sem eiga í erfiðleikum,
rétt eins og Frank eiga það sammerkt
að neita að leita aðstoðar. Þeir eru
einfaldlega hræddir við að segja
hjónabandsráðgjöfum, sálfræðingum
prestum eða heimilislækninum, hvað
ami að. Maður fer með bilaðan bíl
á verkstæði og fær ráðleggingar hjá
grannanum um grasflötina; en þegar
kemur að hlutum, sem varða tilveru