Úrval - 01.04.1976, Page 17
15
Hversu ríkan þátt eiga erfðaeiginleikar í afbrota-
hneigð? Eiga afbrigðilegir litningar þátt í
glæpaeðli? Eru glœpamenn öðruvísi líkamlega
gerðir en aðrir menn? ,, Við erum að reyna að
finna svarið við þessum spurningum. Guð forði
okkur frá að finna það nokkurn tíma,'' segir
höfundur þessarar greinar.
XYY MAÐURINN:
HAFA GLÆPAMENN
ÓEÐLILEGA
LITNINGA
— Tabith M. Powledge —
*
*
*
K
'ií
*•
*
arl Ray Millard, 24 ára,
sem hlotið hafði dóm
fyrir vopnað rán, var
felldur í skotbardaga við
Maryland-lögregluna í
janúar 1975. Árið 1969 hafði Millard
brotið blað í réttarfarsögu Banda-
ríkjanna með því að verða fyrsti
*****
Tabitha M. Powledge cr erfðafræðingur hjá
Institute of Society, Ethics and the Life
Science.
afbrotamaðurinn, sem byggði vörn
sína á því, að hann væri ekki sakhæf-
ur vegna afbrigðilegra litninga. Carl
Millard var XYY maður.
John Doe var óflogahundur, þegar
hann var strákur, og grípur stundum
til þess að láta hnefana skera úr um
deilumálin enn þann dag í dag.
Hann er nú á sextugsaldri, vinnur
erfiða vinnu og býr í hamingjusömu
síðara hjónabandi, sem enst hefur í
— Úr Science Digest —