Úrval - 01.04.1976, Page 25
XYY MAÐURINN
23
mönnum Iæknisfræðilega og sál-
fræðilega hjálp, megum við ekki
gleyma XY meirihlutanum, sem
þessa stundina ógnar samfélaginu
mun freklegar.”
Hinn þekkti eðlunarfræðingur
John Money hjá John Hopkins stofn-
uninni hefur bent á, að engin
hegðunarvandamál, sem bent hefur
verið á hjá Iitningaafbrigðilegu
fólki, séu sérkennandi fyrir það. ,,Ö11
þessi afbrigði eru til á skýrslum áður
og hvað eftir annað, hjá fólki sem
hvað litningasamsetningu snerti er
fullkomlega eðlilegt.”
★
AMMA OG ELLIN.
„Amma, veistu, að eftir 80 billjónir ára verður sólin útbrunnin?”
,,Eftir hve mörg ár, sagðirðu?”
,,80 billjón ár.”
,,Þú gerðir mér illt við, barn! Ég hélt þú hefðir sagt átta milljón ár!”
Sputnik.
RÖNG NÆRING ORSÖK OFDRYKKJU
Því hefir oft verið haldið fram, meðal annars í ritum Náttúru-
lækningafélags íslands, að efnavöntun í líkamanum, stafandi af rangri
næringu, sé ein orsök nautnasýki, þar á meðal löngunar í áfengi og
tóbak. Það er líka reynsla fjölda fólks, að létt fæði, svipað því sem notað
er í Heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði, dregur úr
löngun í tóbak og kaffi. í ritgerð í ameríska rímaritinu „Let’s live”, des.
’75 er fróðleg grein um þetta efni, og fara hér á eftir smákaflar úr henni í
lauslegri þýðingu:
,,Á því leikur enginn efi, að rétt næring er mikilsverð hjálp í viðleitni
manna til að forðast áfengi. Tilraunir á dýrum hafa leitt í Ijós, að séu
þau fóðruð á lélegu, efnasnauðu fóðri geta þau orðið sólgin í áfengi. En
sé farið að gefa þessum sömu dýrum heilnæmt fóður hverfur þessi
ílöngun með öllu.”
Russell Smith læknir segir: „Unglingar borða mjög mikið af sykri og
hvítum sterkjumatvörum, og við það verður taugakerfí þeirra
viðkvæmara fyrir skaðlegum áhrifum áfengis.” Annar læknir, Roger
Williams að nafni, segir: ,,Ég fullyrði, að þeir, sem lifa á réttu fæði,
verða aldrei ofdrykkjumenn.”
Margir eru þeirrar skoðunar, að vaxandi áfengisneysla unglinga stafí
af röngu mataræði.
(Úr Heilsuvernd).