Úrval - 01.04.1976, Side 28
Ég lagði enn af stað, í áttina til
vinnubúðanna. Úlfurinn sat mér til
vinstri, aðeins um 50 metra frá mér.
Hann hafði hnitað hringa sína af
mestu nákvæmni, alltaf jafn langt frá
mér. Ég steig eitt skref fram og
úlfurinn spratt á fætur eins og hann
hefði verið stunginn. Ég bókstaflega
fraus. Hann hélt áfram að luntast í
kringum mig og ég lagði aftur af
stað. Svo stansaði hann fyrir framan
mig, og ég sá greinilega að hárin á
herðakambinum stóðu beint upp.
Ég urraði — ekki ósjálfrátt, heldur
vandlega yfírveguðu urri. Og enn
virti ég hreindýrshornið fyrir mér.
Það var aðeins of langt til að þægilegt
væri að berja með því, og þó of
stórt til að vera hentugt í návígi.
Hönd-móti-tönn einvígi. Leggðu
áherslu á rifin, Ron.
Þá hreyfði hann sig. Nú stefndi
hann beint að mér.
Ég hélt á móti, urrandi. Að þessu
sinni var það ekki eins yfirvegað.
Meira ósjálfrátt. Við gengum svo sem
úu skref hvor móti öðrum og stöns-
uðum svo. Fimm sekúndur liðu. Ég
vissi, hvað ég varð að gera. Ég varð
að eiga næsta leik.
Ég tók stökk að honum og hann
spratt til hliðar, svo sem tvo metra,
aftur eins og hann hefði verið stung-
inn. Síðan hörfaði hann um þessi tiu
skref, sem hann hafði nálgast mig,
aftur út að fimmtíu metra mörk-
unum sínum.
Ég tútnaði út af feginleik. Hann
hafði hörfað. Hann hafði látið í Ijósi
ótta, eða að minnsta kosti það sem
var næst best — hann var hikandi.
í fyrsta sinn fann ég, að ég ska.lf.