Úrval - 01.04.1976, Síða 31
SPARNAÐARÁÆTLANIR VEGNA VERÐBÓLGUNNAR
29
4. Kaupirdu millimálabita? Það
getur auðveldlega hækkað matarinn-
kaup vikunnar umlO%. Haltu þig
við næringarríka aukabita og holla
eins og ávexti en forðastu gosdrykki
og sælgæti.
5. Einstaka verslanir láta pakka
nokkrum vörutegundum sérstaklega
fyrir sig og selja þær svo á nokkuð
lægra verði en venjulegt markaðsverð
er. Undantekningarlítið eru þessar
vörur samþærilegar að gæðum og
þessvegna þúþðt að kaupa þær.
6. Fyígist með árstíðabundnum
vörum.
Margskonar grænmeti og ávextir er
töluvert ódýrari á haustin en þegar
lengra líður á. Varastu samt að kaupa
af fyrstu uppskeru, verðið lækkar
eftir því sem framboðið eykst. Und-
anfarin ár hafa rófur til dæmis
lækkað vikulega, þar til þær ná föstu
haustverði. Einnig hefur verið hægt
að gera góð kaup á grænmetismörk-
uðum, sem alltaf hafa verið haldnir á
haustin.
7. Keyptu pakkningar sem henta
þinni fjölskyldustærð. Kaupirðu
pakka af fimmfaldri stærð miðað við
venjulega pakkningu, verður hagn-
aðurinn enginn, ef þú endar með að
henda hluta hans, af þvx hann er
orðinn svo gamall, jafnvel þótt þú
hafir fengið 10% til 20% afslátt
vegna stærðarinnar. Og ef þú ert
mjög hygginn, geturðu reiknað út
vextina af þeim krónum, sem þú
lagðir í fyrirtækið. Vörur vigtaðar
upp í versluninni eru oft ódýrari en
vélpakkaðar og vörur í dósum og
pökkum eru yfirleitt dýrari en pakk-
aðir í plast eða þréfpoka.
8. Gerðu þér grein fyrir hvort
varan er ódýrust ný, i dðs, frosin eða
þurrkuð. Vara, sem er minnst með-
höndluð er venjulega ódýrust. Þó eru
til undantekningar eins og til dæmis
grænar baunir og stafar sennilega af
því að þær eru ekki ræktaðar hérna.
9. Ertu á megrunarfæði. Ef svo er,
veldu þá ferskt sellerí, gulrætur,
ávexti og undanrennu. Haltu þig við
þá hluti á listanum sem koma skárst
við budduna. Til er megrunarfæði,
bæði dýrt, fyrirhafnarsamt og girni-
legt, en við skulum halda okkur frá
því yfirleitt. Það er kannski líka
samansett fyrir fólk, sem á erfitt með
að láta á móti sér. Þú getur látið
dýrari atriðin eftir þér við og við til að
gleðja sjálfan þig.
10. Lærðu að drýgja þúsundkall-
inn meðþvíað kynnaþér almenn lög
og reglur um vörur og merkingu
þeirra. Tímabundnar verðhækkanir
eða skortur á einhverri vörutegund
getur haft áhrif á niðursoðinn varn-
ing. Gættu líka að hvort síðasti
söludagur vörunnar sé ennþá ókom-
inn. Stundum er verðmiðinn límdur
yfir hann. Oft eru vörur, sem síðasti
leyfilegur söludagur er útrunninn á,
seldar á niðursettu verði. Ef þú kaup-
ir vöru sem er komin framyfir síðasta
söludag, skaltu fara og skila henni. Ef
framleiðandinn ábyrgist vöruna ekki
lengur, gerir verslunin það ekki
heldur.