Úrval - 01.04.1976, Page 39
—Pat Mills —
skráð af Rosemary Mundav.
37
Eg sá hrœðslulegt andlit Terrys í afturgluggan-
um. I næstu andrá reif vatnsstraumurinn bílinn
með sér og í honum var fimm ára sonur minn.
egar ég fyrir skömmu var
að taka til í skúffu með
myndum og gömlum
y't' bréfum, rakst ég á
krumpað blað: Á það
var lauslega teiknað landabréf með
mynd af sporum eftir barnsfót, sem
náðu yfir stórt svæði. Blaðið var heft
við gulnaða blaðaúrklippu með mynd
af litlum dreng. Ég dró andann djúpt
og minningarnar helltust yfir mig...
Hressandi hafgolan náði örsjaldan
inn á sólsviðna akra okkar, sem lágu
140 kílómetra frá Geraldon á vestur-
strönd Ástralíu. Laugardaginn 2.
mars 1963 var einn þessara þrúgandi
heitu daga, þegar ekki þlaktir hár á
höfði. Þegar maðurinn minn, Ken,
bauðst til að gæta níu mánaða dóttur
okkar, Pálu, á meðan ég og drengirn-
ir okkar tveir færum í útilaugina í
Mullewa, sem var næsti bær við
okkur og tæpa 40 kílómetra í burtu,
var ég ekki lengi að hugsa mig um.
Við höfðum verið nokkra tíma í
lauginni, þegar ég tók eftir þykkum
skýjabakka í suðri. Terry, sem var
fimm ára, og Davíð, þriggja ára,
skemmtu sér konunglega í grynnri
enda laugarinnar. Það var skaði,
drengjanna vegna, að trufla leik
þeirra, en ég var dálítið óttaslegin.
Eins og aðrir, sem þúa á afskekkt-
um býlum í hveiti- og kvikfjár-
ræktarhéruðunum, vissi ég að sá
árstími var kominn, að búast mætti
við þrumuveðri. Það flytur okkur
langþráða vætu hreinsar loftið og
mýkir jörðina fyrir væntanlega plæg-
ingu. Vikuna áður hafði verið óveður
og rigning með flóðum í nágrenni
okkar, en hjá okkur hafði ekkert rignt
og nú vissi ég, að við urðum að flýta
okkur heim.
Um klukkan hálf sex var himinn-
inn dimmur og þungskýjaður. Oti
við sjóndeildarhring sáust glampar af
eldingum. Ég steig fast á bensíngjöf-