Úrval - 01.04.1976, Page 43
41
föt, sem voru mörgum númerum of
stór fyrir hann, og var að tína í sig
kornflex, beikon og egg. „Mamma,”
sagði hann undrandi. „Af hverju
emð þið öll að gráta?”
Hann var dauðþreyttur, andlitið
þrútið af mýþiti og fæturnir bólgnir
og rispaðir. En hann var heill á húfi
og eins og sending frá himnum. Við
þrýstum honum að okkur og sendum
þöglar þakkarbænir til himins fyrir
það, sem teljast mátti kraftaverk.
Það, sem skeði þessa óhugnarlegu
nótt vitum við ekki um með vissu,
annað en það, sem við höfum getað
raðað saman af sundurlausum frá-
sögnum fimm ára drengs.
Þegar ég hljóp niður eftir straumn-
um á eftir bílnum með Davíð í
fanginu, hafði Terry klifrað yfír í
framsætið „til þess að reyna að
stýra.” Hann var hræddur, en mest
vegna þess að nýtt áklæðið á sætun-
um varð óhreint af mórauðu vatninu.
Eftir að hafa rekist á trjádrumba og
rætur, stansaði bíllinn á tveim
föllnum trjám, þar sem Ken seinna
fann hann.
Terry klifraði út um gluggann og
náði fótfestu á öðrum trjábolnum, en
studdi sig við húninn á bílhurðinni.
Þannig hélt hann sér lengi, þar til
vatnið kyrrðist og hann gat skriðið
eftir bolnum upp á land. Þá lagði
hann af stað heim — en í öfuga átt
og á röngum árbakka.
Þetta ferðalag á berum fótum er í
sjálfu sér undraverð frammistaða.
Daginn eftir að Terry fannst, upp-
götvaði kunningi okkar smá fótspor í
leir, umhvetfis vatnsból, sem hann
ók bílnum sínum að. Jim bróðir
minn fylgdi fótsporunum seinna eftir
og rakti þau tæpa þrettán kílómetra.
Næturganga Terrys til að leita fólks
og matar hófst við flóðið. Sex
kílómetmm þaðan kom hann á
svæði, sem vaxið er doublegees, sem
er planta með stífa, hvassa brodda,
og á þessu svæði vom sporin öðmvísi.
Það var greinilegt að hann hafði
gengið á jarkanum. Á mörgum
stöðum í dmllunni sýndu holur, að
hann hafði sest til að tína broddana
úr.
Við fundum líka út að hann hafði
verið í yfirgefna húsinu, sem ég hafði
árangurslaust farið inn í áður, til að
leita hjálpar. Hann hafði hugsað sér
að fara þangað inn til að biðja um
mjólkurglas og nokkrar tvíbökur, og
hann fór vonsvikinn þaðan. Hann
hafði séð ljósið frá leitarbílunum, en
hélt að það væri fólk frá búgörðun-
um, sem væri að plægja, eins og það
gerir oft nóttina eftir rigningu. Hann
sagði líka, að hann hefði ekki viljað
kalla á það, því hann vissi að það var
önnum kafið.
Við verðum að gera ráð fyrir því,
að hann hafi sofnað einhversstaðar á
víðavangi. í dögun reikaði hann um
meðal leitarmannanna. Þeir, sem sáu
hann, hafa talið víst að hann væri
með í leitinni. I öngþveitinu hafði
enginn hugsað út í að biðja fólk að
hafa augun hjá sér, ef það sæi lítinn,