Úrval - 01.04.1976, Page 49

Úrval - 01.04.1976, Page 49
HINN LANGI SVEFN GENE TIPPS 47 þvi, að þessi umþreyting hans væri raunveruleg, en samt var hún hrædd við ný vonbrigði og einnig að æsing hennar kynni að hafa afdrifarík áhrif á Gene. Því neyddi hún sjálfa sig til þess að vera róleg, eins og ekkert sérstakt væri á seyði. Og hún svaraði: ,,Þú hefur nú verið býsna lengi fjarverandi frá skólanum.” „Hefur innköliunarskrifstofa hers- ins sent mér upplýsingar um her- skylduflokkun mina?” spurði hann næst. Nú vissi hún, að það hafði orðið geysileg breyting á honum. Hún reis á fætur og lagði hönd á öxl honum. „Gene, ertu vakandi?” spurði hún. Hann reis upp og svaraði: ,,Auð- vitað, mamma. Ég hef aldrei verið betur vakandi á allri ævinni.” ,,Gene,” sagði hún hægt, ,,Það eru átta ár síðan þú varst alveg fylli- lega vakandi. Þú lentir í bifreiðaslysi og féllst í dá. ” Hann heyrði orð hennar, en hann botnaði ekkert í þeim. ,,Ég get ekki trúað því,” sagði hann veikum rómi og reyndi að rifja upp fyrir sér liðna atburði. Hann þagnaði, en bætti svo við: ,,Mér finnst sem ég hafi verið óskaplega syfjaður 1 eina til tvær vikur. Ég gat ekki skilið, hvers vegna þið pabbi voruð alltaf að reyna að vekja mig. Mig langaði bara til þess að hvíla mig.” Nú streymdu spurningarnar af vörum hans í stríðum straumi. En hann gat ekki skynjað allan þann tíma, sem liðinn var. Slíkt var honum ofraun. Honum fannst sem árið 1967 væri enn ekki liðið. Hann spurði eftir vinum í heimabæ sínum og skóla- félögum 1 háskólanum. Og svo hristi hann höfuðið undrandi á svip, þegar móðir hans sagði honum, að flestir þeirra væru nú giftir og ættu orðið börn. Hann frétti nú, að Vietnam- styrjöldinni væri lokið og að Lyndon Johnson væri ekki lengur forseti. Hann bað um að fá spegil og starði á spegilmynd sína. Hann hryllti við ástandi tannanna, og hann vildi, að það yrði strax pantaður tími fyrir hann hjá tannlækninum. Hvers vegna var hann með svona sítt hár? Móðir hans skýrði fyrir honum, að flestir ungir menn gengju núna með svona sítt hár. Hann sagði þá, að hann kærði sig samt ekki um það, heldur vildi hann fá burstaklippingu eins og áður. ,,Hvað er að frétta af þessum landskika, sem þið pabbi keyptuð?” spurði hann þá. ,,Við urðum að selja hann til þess að borga sjúkrahúsreikningana,” svaraði móðir hans. Gene varð þungbúinn á svip, er hann tók nú að gera sér svolitla grein fyrir þvl, sem raunverulega hafði gerst þessi átta löngu ár. Nú var frú Tipps orðið næstum um megn að hafa sjálfstjórn á sér lengur. Hana langaði að hlaupa fram í anddyrið og hrópa út yfír götuna til hvers þess, sem þar kynni að vera á ferli: ,,Sonur minn er vaknaður! Sonur minn hefur snúið aftur!” En
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.