Úrval - 01.04.1976, Page 51
HINN LANGI SVEFN GENE TIPPS
49
reyni að tjá þeim þakklæti sitt. „Það aftur til okkar. í okkar augum er það
erum við, sem þökkum,” hefur hún kraftaverk.” Og því getur enginn
sagt við son sinn. ,,Þú hefur snúið mótmælt.
ER TÍUNDA STÓRA REIKISTJARNAN TIL?
Hve margar stórar reikistjörnur eru í sólkerfi okkar? Níu, er
venjulega svarið, eftir að hafa kannski talið þær á flngrum sér frá
Merkúr til Plútó, en síðasttalda reikistjarnan fannst 1930. Vísindamenn
í Leningrad halda því þó fram, að þar sé enn að finna eina stóra
reikistjörnu, og þeir vonast tii að geta gefið öruggt svar við þessari
spurningu árið 1982.
Vísindamennirnir hafa gert mjög nákvæma og flókna rannsókn á
brauthalastjörnu, semástjarnfræðikortum bermerkið ,,1862—32”, og
einmitt kemur í sjónmál jarðar árið 1982. Hið merkilega við þessa
halastjörnu er, að braut hennar sveigir greinilega í átt til einhverrar
óþekktrar stjörnu, sem að áliti vísindamannanna kann að vera hingað
til óþekkt reikistjarna, 8000—12000 km í þvermál, eða nálega af sömu
stærð og jörðin. Hún liggur hins vegar í 54 sinnum meiri fjarlægð frá
sólu heldur en jörðin.
Ef braut halastjörnunnar fellur saman við útreikninga vísindamann-
anna, þegar hún birtist eftir sjö ár, er það ótvíræð sönnun þess, að til er
mjög fjarlægur, gamail „ættingi” jarðarinnar.
ÞEGAR SUMAR OG SÓL RÍKTI Á HEIMSKAUTASVÆÐUNUM
Skuggsælir lundir hárra aspa, birkitrjáa og risaeika með voldugum
krónum og stórum blöðum einkenndu eitt sinn landslagið á núverandi
heimskautasvæðum. Þetta fullyrðir a.m.k. vísindamaðurinn L. Budant-
sev við grasafræðistofnunina í Leningrad, sem sett hefur fram nýja
kenningu byggða á uppgötvunum, sem gerðar hafa verið í mörgum
rannsókanrleiðöngrum til stranda og eyja Norður-íshafsins.
Fundist hafa fjölmargir trjásteingervingar í kolanámum á Svalbarða, á
eyjum við Síberíu og á Tjukotkaskaga, og þessir fundir hafa gert
Budantsev kleift að fylgja þróun gróðurríkis, sem er liðið undir lok.
Það hefur tekið hann 15 ár að koma upp einstæðu safni steingervinga,
þar sem varveitt eru yfir 3000 sýnishorn. Gróður þessi dafnaði á
eyjunum á þessu svæði umhverfís norðurskautið fyrir 40—90 milljónum
ára, en þá var ioftslag heitast á jörðinni í allri þróunarsögu hennar.
Budantsev telur, að það hafi verið miðnætursólin, sem orsakaði hinn
mikla vöxt trjánna, en birkiblað gat á þessum tíma orðið allt að 70 cm að
lengd.