Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 52
50
URVAL
Undraverð ný lœknisfrœðileg kenning hefur
komið fram á sjónarsviðið á undanförnum
árum. Samkvæmt henni geturðu kennske
komið í veg fyrir botnlangabólgu, hjarta-
sjúkdóma. Nú heldur þekktur læknir, sem er
jafnframt rithöfundur, þvt fram, að mataræði,
sem leggur áherslu á mikið af grófgerðri fæðu,
geti einnig komið í veg fyrir og lœknað annan
kvilla, sem er mjög hættulegur heilsu manna:
Offituna.
MATARÆÐI
SEM BJARGAR
LÍFI ÞÍNU
— David Reuben —
Af öllum þeim sjúkdómum og
kvillum, sem ógna heilsu okkar, er
offitan ef til vill einn hinn banvæn-
asti. Samkvæmt útreikningum vá-
tryggingarfélaga eykur sá, sem er
jafnvel aðeins 5 kílóum of þungur,
líkur sínar á dauðdaga fyrir aldur
fram um 8 %. Fyrir hvert hálft kíló í
aukaþyngd eykst áhættan um 1 %.
Sá, sem er 10 kílóum of þungur, er
um 20% líklegri til að deyja fyrir
aldur fram en sá, sem hefur eðlilega
þyngd.
Flestir skynja það ósjálfrátt, að of
mikil fita er óholl. Flestir geta að vísu
grennst af völdum næstum hvaða
megrunarmataræðis sem er, en lang
flestar tegundir vinsæls megrunar-
mataræðis bregðast mönnum, þegar
til lengdar lætur. Mönnum tekst
yfirleitt ekki að halda líkamsþungan-
um niðri um lengri tíma. Yfir 90%
af þeim, sem grennast, bæta þeim
pundum á sig aftur.
Það má kallast kaldhæðni, að enda
þótt fólk í megrun neiti sér um 10