Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 60
58
ÚRVAL
Hvað mundi gerast, ef meiri háttar jarðskjálfti
yrði á San Franciscoflóasvœðinu? Þessi spurning
er ekki út t bláinn, því aðþessi borg í Kaliforniu
er nú í eins mikilli hættu stödd og hún var árið
1906, þegar jarðskjálfti og eldsvoðar, sem hann
olli, þurrkaði hana næstum út af landabréfinu.
Sú ögnvekjandi frásögn, sem hér fer, er
grundvölluð á rannsóknum og athugunum um
mögulegt tjón, sem kynni að verða, ef svo
ægilgur jarðskjálfti yrði þar núna á óheppi-
legasta tímanum.
JARÐSKJÁLFTI!
— Martin Koughan —
1. Dagurinn, þegar ósköpin dynja yfir San Francisco.
víxdo'kxw
*
sköpin dynja yfir fyrir-
varalaust klukkan 4.32
eftir hádegi á fögrum
föstudegi að vorlagi.
Neðanjarðarlestirnar eru
troðfullar. Hraðbrautirnar eru þaktar
bifreiðum fullum af fólki, sem er að
ieggja af stað í helgarferðir, fullt til-
hlökkunar og hefur reynt að leggja af
stað í fyrra lagi vegna umferðar-
innar. Síðan kveður við ógurlegur
og ógnvænlegur hávaði líkt og snögg-
ur skellur, og öll starfsemi stöðvast.
Á sekúndubroti hefur rúmlega millj-
ón manns gert sér grein fyrir því, að
nú loks er augnablikið ógnþrungna
komið.
Svæðið við San Franciscoflóann
er á virkum misgengissprungum,
sem eru um 500 km langar. Það er
ekkert hægt að gera annað en að
biðjast fyrir. Drunurnar og hin
þungu möiunarhljóð aukast og
magnast ógnvæniega. Brátt byrjar
jörðin að skjálfa og velta líkt og skip í
ósjó. Skýjakljúfar vagga eins og reyr-
gresi í sterkum vindi.
Á Embarcaderohraðbrautinni velta
bifreiðir út af þegar upphækkuð
brautin kippist og rennur til. Við
— Úr Harpers Magazine