Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 65
JARÐSKJÁLFTl!
nokkru ráði. Kínverjar tóku eftir því
rétt á undan jarðskjálfta, sem varð
þar árið 1969, að svanirnir í dýragarði
Tientsin flýttu sér á þurrt land,
tígrisdýr hætti stanslausu rölti sínu
og pandabjörn grúfði höfuð í gaupn-
ir sér og stundi. (Eftir að Barry
Raleigh frá jarðskjálftarannsóknastöð
bandarisku jarðfræðirannsóknastofn-
unarinnar kom heim úr Kínaferðinni
komst hann að því, að hestar höfðu
sýnt á sér hræðslumerki á Hollister
svæðinu rétt á undan jarðskjálftan-
um þar).
Vandamál, er merta stefnu. Enda
þótt Bandaríkin hafí ekki snúið sér
að þessu vandamáli af slíku kappi
sem Kínverjar, er samt enginn skort-
ur á áhuga og framkvæmdavilja
bandarískra vísindamanna á þessu
sviði. Þeir viðurkenna fyllilega nauð-
syn þess, að starfsemi þessi sé aukin
og efld. Það hefur ekki orðið neinn
meiri háttar jarðskjálfti í Kaliforníu,
síðan jarðskjálftinn mikli varð í San
Francisco árið 1906, og jarðskjálfta-
fræðingar fylgjast af mikilli eftir-
væntingu og varúð með tveim svæð-
um við San Andreas misgengis-
sprunguna, sem virðast hafa orðið
„samföst”. Robert Wallace, yfír-
maður Jarðskjálftarannsóknarstöðvar
bandarísku jarðfræðirannsóknastofn-
unarinnar, hefur þetta að segja:
„Nákvæmasta langrímaágiskunin
hvað snertir tíðni meiri háttar jarð-
skjálfta á San Andreasmisgengis-
sprungusvæðinu er sú, að slíkur jarð-
skjálfti verði með um einnar aldar
millibili. Því eru rökstuddar líkur
á því, að við megum vænta slíks
jarðskjálfta innan næstu 30 ára.”
Jarðskjálftarannsóknarstöðin er
að koma upp kerfi sjálfvirkra skynj-
unarstöðva í Bjarnardal í Kaliforníu,
og er þar um að ræða hagnýtt
63
skref í áttina til marktækrar jarð-
skjálftaspár. Slíkt 45 stöðva kerfi
er þegar starfrækt á Los Angeles-
svæðinu í samvinnu við Jarðskjálfta-
rannsóknarstöðina og Caltechtækni-
háskólann. Einnig er nú þegar um
að ræða minni kerfi á New York-
svæðinu undir stjórn vísindamanna
Lamont- Doherty-Jarðfræðirannsókn-
arstöðvarinnar við Columbiaháskól-
ann og í Suður-Karólínu undir
sameiginlegri stjórn Jarðskjálftarann-
sóknarstöðvar bandarísku jarðfræði-
rannsóknastofnunarinnar og Fylkis-
háskóla Suður-Karólínu.
Þegar kerfi þessi eru fullgerð og
tölvustýringu hefur verið komið á,
er búist við, að þau vari við
yfirvofandi jarðskjálfta. Verði vís-
indamenn varir við breytingu á titr-
ingshraða aðaljarðskjálftabylgna og
önnur áhrif útþenslutilhneigingar
um hríð á stóru svæði, má búast
þar við meiri háttar jarðskjálfta, en
ekki fyrr en eftir marga mánuði.
Verði vart við slík útþensluáhrif á
litlu svæði, verður um minni háttar
jarðskjálfta að ræða, en eftir stuttan
tíma. Þegar áhrif útþenslunnar verða
aftur eðlileg, má líta á slíkt sem aðra
viðvörun. Hafi til dæmis orðið vart
við slíkar breytingar af völdum
útþenslu í samfleytt 70 daga og
ástandið verði síðan eðlilegt, þá er
líklegt, að jarðskjálftinn verði eftir
um eina viku.
Þegar jarðskjálftaviðvörunarkerfi
hefur verið komið á laggirnar, mun
slíkt skapa ný vandamál. Væri til
dæmis spáð, að von væri á meirháttar
jarðskjálfta í San Francisco, ætti
ríkisstjórnin þá að láta flytja borgar-
búa burt?
Vísindaakademía Bandaríkjanna er
sannfærð um, að ,,jarðskjálftaspár
séu nú þegar orðin staðreynd”.