Úrval - 01.04.1976, Page 67
65
Fyrstu fundir okkar virtust vera algerlega
tilviljunarkenndir. En kannske hafa forlögin
verið þar að verki. Kannski hafa forlagadísirnar
allt frá byrjun séð þessa fundi fyrir og séð um,
að af þeim gæti orðið.
TENGSL MIN
VIÐ ÍRA
—Jessamyn West —
....... g var 25 ára gömul, þegar
; > ég fór fyrst til írlands i
| . leit að gröfum Kvekara-
forfeðra minna í Kildare-
" sýslu. Svo liðu 30 ár,
þangað til ég komst aftur þangað.
Þá var ég alveg hætt við að leita að
gröfum og leitaði nú aðeins að
írlandi sjálfu og kannski einnig sjálfri
mér. Og I þeirri ferð, í Limerick,
þeirri ömurlegu borg við Shannan-
fljót, fann ég dálítið, sem var enn
betra en forfeður.
Hafskipið Mauretania, sem ég
sigldi með til írlands, lagðist að
bryggju í Cork. Þar dvaldi ég um
nóttina, en ég var á leið til Achille-
eyjar. Ég ætlaði að ferðast norður á
bóginn í stuttum áföngum og skoða
landið í leiðinni.
Sá, sem hefur írskt blóð í æðum,
heimsækir írland á sama hátt og
hann heimsækir ættingja sína. Hann
sér þar marga af sínum verstu eigin-
ieikum. Andlitin í Cork voru speglar
sem endurvörpuðu til mín sömu