Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 79
77
Gátur og oróaleikjr"
1. Hvernig er hægt að sanna, að
kötturinn hafi tíu rófur?
2. Þegar nóttin kemur, birtast þær.
Þegar dagurinn kemur, hverfa
þær, og þó hefur enginn tekið
þær. Hverjar eru þetta?
3. Er hægt að berja postulínskarli í
miðstöðvarofn án þess að hann
brotni?
4. Hvaða maður verður að fiski, sé
af honum tekinn stafur?
5. Hrapir þú fyrir björg, hlýtur þú
fyrri hlutann af mér. Sé seinni
hlutinn af mér góður, er hann
oft dýr. En bruggir þú einhverj-
um allt mitt nafn, er það alvar-
legt brot á mannanna lögum.
6. Hvað er það, sem framkallar
fleiri tár en versti harmleikur,
en veldur þó engum sorg?
7. Með V er ég stefna, með G er ég
oftast velkomin, með H er ég
vinsælt dýr, en með M tekur
enginn mér fram.
8. Hvaða líkamshluti er það, sem
segir til hvers hann er ef maður
bætir einum staf framan við
heiti hans?
9. Ég geng fram og aftur, upp og
niður, hef enga fætur og tugi
tanna og engan munn. Hver er
ég?
10. Kóngsins konunglegi kokkur
stóð í kóngsins konunglega
kokkhúsi og steikti kóngsin;
konunglegu kjötkássu. Hvað eru
mörg K í þessu?
11. Hvað gerist, þegar hænan gleyp-
ir rakvélarblað?
12. Hvernig býr maður til fallbyssu?
13. Hvað er það, sem er gult á dag-
inn og grænt á nóttinni?
14. Hvaða fuglar geta ekki flogið?
15. Ég byrja á í og enda á var. Hver
er ég?
16. Hvað gerir apótekarinn, þegar
hann vantar glas?
17. Hvaða rándýr verður að rán-
fugli, þegar tveir stafir eru fjar-
lægðir?
18. Hvað er það, sem við látum í
staf?
19. Hvað er band langt?
20. Hvað er það, sem allir eiga, allir
hafa einhvern tíma átt, kóng-
urinn átti en á ekki lengur, því
þá væri hann ekki kóngur?
21. Röð af götum en sterkara en
band. Hvað er þaiV
22. Hvert stefna fuglarnir?
23- Hvaða skepna er líkust kúnni?
24. Hvað er það, sem enginn vill
láta upp í sig, en fáir afþakka,
þegar einn þriðji hefur^verið
tekinn framan af því?
25. Hvaða húsdýr verður að drykk,
þegar fyrsti stafurinn er tekinn
frá?
Svör 9. hk 127