Úrval - 01.04.1976, Page 88
86
URVAL
hefjast í maí. Shawn Robbins spáði
þessu sama og bætti við, að jafnhliða
þessari miklu og jákvæðu þróun
myndu ýmsar vörur beinlínis lækka í
verði. „Þetta verður ánægjulegt ár
fyrir húsmæður,” sagði hún. ,,Við
komum öll til með að hafa þægileg
fjárráð og geta keypt okkur það, sem
við höfum orðið að neita okkur um
að undanförnu.
Margir spámannanna voru þeirrar
skoðunar, að Ford forseti myndi ekki
sitja í Hvíta húsinu árið á enda.
Shawn Robbins var meðal þeirra, sem
höfðu þessa skoðun. Hún sagði:
,,Ford forseti verður ekki til framboðs
í forsetakjöri að þessu sinni, vegna
ólgu í einkalífi hans. Það verður varla
minni gauragangur út af því, heldur
en varð út af Watergate.” — Aðrir
spámenn sögðu, að Ford yrði ekki í
framboði af heilsufarsástæðum,
vegna pólitísks þrýstings eða af
persónulegum ástæðum.
Fimm þeirra spámanna, sem þarna
komu við sögu, spáðu Jacqueline
(Kennedy) Onassis nýju ástarævintýri
á þessu ári. Akashan sagði: ,Jackie
verður ástfangin í júní eða júlí. Nýi
maðurinn hennar verður miklu eldri
en hún, og hann verður ekki
Bandaríkjamaður. Þau munu líklega
ekki gifta sig fyrr en snemma á næsta
ári.” Breska spákonan Marjorie Sta-
ves sagði um Jackie: „Vegna pen-
ingaleysis mun Jackie skrifa bók um
ævi sína með Ara. Hún neyðist til að
selja sjónvarpsstöðvum og tímaritum
viðtöl við sig. ”
Spákonan Flor-
ence Vaty frá Kali-
forníu hefur iðu-
lega vakið athygli á
sér fyrir rétta spá-
dóma. Svo var um
spár hennar, er hún
sagði fyrir um ó-
tímabært fráfall
Alexanders Onassis, sonar Aristo-
telesar Onassis, en Alexander fórst
með snöggum hætti árið 1972. Hún
hafði meðal annars þetta að segja um
yfirstandandi ár:
Caroline Kennedy kemur öllum á
óvart með því að ganga að eiga
fátækan landa sinn. Brúðkaupið
verður undir lok ársins. — Ethel
Kennedy gengur að eiga konung-
borinn Evrópubúa. — Brtlarnir
munu koma saman að nýju sem
hljómsveit og halda ógleymanlega
skemmtun í góðgerðarskyni í New
York. — Sprengja öfgasinna mun
eyðileggja opinbera byggingu í Was-
hington í janúar eða febrúar. —
Susan Ford, dóttir bandaríkjafor-
seta, heldur brúðkaup sitt í vor. —
Fjórir grímuklæddir menn munu
fremja bankarán í New York og hafa
meira en tvær milljónir dollara upp
úrkrafsinu. Þeir nást allir. — Banda-
rískir og sovéskir vísindamenn munu
nokkurn veginn samtímis tilkynna
uppfinningu á nýju lyfi við krabba-
meini, sem getur bjargað þúsundum
mannslífa.