Úrval - 01.04.1976, Page 93
DAUÐINNÁ ÍSNUM
91
skipti hundruðum þúsunda á einni
viku. Og þessi feitu, loðhvítu og
hjálparlausu dýr voru auðvelt herfang
því gömlu dýrin stungu sér í sjóinn,
þegar hættan nálgaðist, en kóparnir,
sem enn voru ekki syndir, urðu að
láta fyrirberast þar sem þeir voru
komnir. Veiðimennirnir þustu yfir
ísinn og drápu kópana með því að
reka þeim kylfuhögg á trýnið. Það var
ekki mikið sport í þessari veiði,
drápinu á ósjálfbjarga ungviðinu, en
soltnir menn með soltnar konur og
börn heima hugsa ekki um sport.
Um miðja nítjándu öld sigldu um
það bil þrettán þúsund Nýfundna-
lendingar til selveiða hvert vor og
komu heim með hálfa milljón skinna
eftir veiðitímann, sem ekki var talinn
í mánuðum, heldur vikum. Kaup-
mennirnir í St. John’s urðu ríkir
og sendu syni sína í bestu skóla
Englands. Synir veiðimannanna
máttu teljast góðir, fengju þeir að
læra lestur og skrift, því þegar þeir
urðu tíu ára, voru þeir látnir róa með
feðrum sínum og draga fisk, og þegar
þeir náðu fjórtán ára aldri, voru þeir
þegar orðnir karlmenn, sem vissu að
alia sína ævi myndu þeir ekki þekkja
annað en þrældóm og örgustu fátækt.
Peninga í vasa eignuðust þeir næst-