Úrval - 01.04.1976, Side 101
DAUDINN A ISNUM
99
Stýrimaðurinn Fred Yetman var
upp í útsýnistunnunni, og Abe
hrópaði til hans: ,,Fred, hvar er
flaggið, sem við settum hér í gær?”
,,Það er þarna, skipstjðri,” svaraði
Fred um hæl. „Nokkur strik á
bakborða.”
Flaggið var þarna raunar, nokkur
strik á bakborða til suðausturs. Þrátt
fyrir snjófjúkið sá Tuff það þlakta
fyrir vindi.
Það hafði ekki verið öðrum skipum
til að dreifa á þessum slóðum, svo
þæði Abe og Fred voru í góðri trú,
þegar þeir álitu þetta vera flaggið frá
kvöldinu áður. Hvorugur þeirra vissi,
að um morguninn hafði verið sett
upp annað flagg á þessum slóðum,
og það stóð enn. Það var um einum
og hálfum kílómetra iengra í vestur,
svo mennirnir frá „Nýfundnalandi”
voru í rauninni á rangri leið, þegar
þeir byrjuðu göngu sína.
Tuff rak höfuðið inn í matsal
skipverjanna. ,,Allir út á ísinn,”
hrópaði hann. Hann var sjálfur einn
af þeim fyrstu, sem fóru frá þorði.
Stöngum og goggum var kastað niður
og mennirnir fylgdu á eftir. Það lá vel
á þeim. Þeir voru saddir og hvíldir,
og vissir um, að Tuff hefði hagrætt
öllu sem best fyrir þá. Nú áttu þeir að
fara á veiðar, og að því loknu myndu
þeir dvelja um nóttina á stóra, fallega
og vel búna ísbrjótnum.
Tuff leit upp í loftið. Snjókoman
þéttist stöðugt. „Veðrið er að versna,
skipstjóri,” kallaði hann upp til Abe
skipstjóra.
„Loftvogin stendur vel,” hrópaði
Abe á móti. „Haldið bara stefnunni
beint í suðvestur, kannski svona þrjá
kílómetra — ég hef skilið eftir
dyngjur af selum alla leiðina — þá
lendið þið á hóp með svo sem 1400
kópum. Þið getið slátrað þeim og
farið með þá til ykkar skips.”
Margir félagar Tuffs voru enn í
heyrnarmáli, og fyrirmæli Abes skutu
þeim skelk í þringu. ,,Við finnum
„Nýfundnaland” aldrei í myrkri og
þessu veðri,” tautuðu þeir hver við
annan. En enginn hafði kjark til að
mótmæla harðstjóraskipunum hins
mikla Abrams Kean.
í ÍS OG AUÐN.
Þessar rúmlega 130 menn á ísnum
horfðu löngunaraugum eftir ,,Steph-
ano,” meðan skipið hvarf út í
snjófjúkið, og flestir gerðu sér á þeirri
stundu ljóst, að skipið myndi ekki
koma aftur og vitja þeirra. Þeir
hópuðust kringum Tuff, og mörg
beisk orð hrutu af vörum. Margir
kröfðust þess, að strax yrði haldið í
leit að „Nýfundnalandi.” ,,Ef við
eigum bara að ferðast á okkar eigin
fótum,” hrópaði einn mannanna,
„höfðum við ekki tíma til að leita að
selum.”
En Tuff hafði fengið fyrirmæli um
að hlýða Abram Kean, og hann
ætlaði að fara eftir fyrirmælum
sínum. Hann benti á, að þeir myndu
eiga eftir fimm tíma dagsþirtu
ennþá, og Aþe hefði flutt þá þrem
kílómetrum nær skipinu. Þeir hefðu