Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 116
114
ÚRVAL
mennina örlögum sínum á vald, rétt
sem óveður var í uppsiglingu. Þriðji
dómarinn skilaði séráliti og studdi
skipstjórann. Hann taldi, að ekki
hefði verið unnt að koma í veg, og
sagði að þetta hefði verið eins og
„hvert annað slys, sem alltaf getur
viljað til.”
Það eina bitastæða, sem kom út úr
þessari rannsókn, var endurbót á
selveiðilögunum, þar sem kveðið var
á um að talstöðvar skyldu vera í
öllum skipum. Þar að auki var komið
upp slysasjóði, sem styrkti þá sem
hlutu varanlegt tjón af hrakförum á
borð við þessa og eins eftirlifandi
fjölskyldur hinna látnu með smáupp-
hæð. En hvorug útgerðin, sem stóð
bak við skipstjórana, er sendu menn-
ina út í dauðann, var talin skaðabóta-
skyld.
Margir úr áhöfn „Stephanos”
höfðu gefið sjálfum sér það fyrirbeit,
að sigla aldrei framar undir stjórn
Abrams Kean. En það hindraði Abe
gamla í engu. Hann hélt áfram sem
skipstjóri á selfangara í tuttugu ár
enn, og árið 1934 fékk hann heiðurs-
merki af því að þá hafði hann sett
nýtt met: Drepið milljón kópa í
skipstjórnartíð sinni.
Meirihluti þeirra 55, sem lifðu
hrakningana af, hlutu meiri og
minni örkuml. En margir héldu þó
aftur til sjós, og sumir meira að segja
aftur út á ísinn, svo sem George Tuff,
sem hélt áfram selveiðum í tíu ár
cnn, þar til hann, eins og konan hans
sagði, „var útslitinn eins og gamalt
vélarræksni.” Wes Kean fékk skárra
skip og varð síðar skipstjóri á
gufuskipi.
Cecil Mouland er enn á lífi og
minnist heimkomunnar til fæðingar-
bæjar síns eins og hún hefði gerst í
gær. , Jessie vildi ekki koma og taka á
móti mér á bryggjunni. Hún óttaðist,
að hún færi að hrynna músum í allra
augsýn. Svo ég axlaði sjópokann
minn og arkaði heim til mömmu. Þar
voru þau öll saman, meira að segja
Jessie.
Þau voru öll háskælandi, því þau
fengu fyrst tilkynningu um, að ég
hefði farist, en síðar var þeim svo
sagt, að ég væri á Iífi, og þetta allt
saman var þeim um megn.”
Nú fóru í hönd margvíslegir
hátíðisdagar fyrir Cecii Mouland. Þau
Jessie giftust haustið 1915, og þegar
þau fóru í brúðkaupsferð með strand-
ferðaskipi upp með norðurströnd
Bonavistaflóa var þeim hvarvetna
fagnað með fallbyssuskotum. Sagan
um ást þeirra og dugnað Cecils í
hrakningunum hafði flogið um öll
sjávarþorpin á löngum kafla.
Þau bjuggu í hamingjusömu
hjónabandi, þar til Jessie dó árið
1969. Cecil er nú kominn mjög til ára
sinna, en þegar honum verður
hugsað til skelfingarnóttanna á ísn-
um, minnist hann afa síns ætíð með
þakklæti. Því það var gamli maður-
inn, sem var þess valdandi, að Cecil
hafði vasann fullan af rjóli.
★