Úrval - 01.04.1976, Síða 121
119
Viljirðu frið, vertu þá grár fyrir
járnum.
Publius Syrus.
«««««««««««««««««««««««««««««««<<«««««««
Friðurinn á alveg jafn marga sigra
og stríðið, en ekki jafn mörg
minnismerki.
King Hubbard.
<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Flestir em andvígir því að svitna.
Flestir hermenn svitna, og það skapar
andúð á hernum.
V. K. Laursen, ofursti.
««««««««««««<<««««««««««««««««««««««««««
Ég hata stríð. Þau eyðileggja
herina.
Konstantin Paulovitsj.
STlFLUR FRAMLEIDDAR Á FÆRIBANDI.
Verksmiðja í sjálfstjórnarlýðveldinu Basjkirias, höfuðþorginni UFA,
hefur hafið fjöldaframleiðslu á sríflum, sem hægt er að leggja saman.
Er mjög auðvelt að setja þær upp í smáám, í giljum eða annars staðar,
þar sem ekki er hagkvæmt að reisa vatnsfræðileg mannvirki úr
steinsteypu, steini eða tré. Stíflurnar em gerðar úr sterku gúmbornu
efni, sem þolir allt að 40 tonna þrýsting á fermetra. Hægt er að flytja
það í ströngum á þann stað þar sem reisa skal stífluna. Það er fest í
botninn og árbakkana með steypusökklum en að ofanverðu er notaður
vír, sem strengdur er milli árbakkanna og múraður niður í þá.
Slíkar stíflur geta hækkað vatnsborðið um 2—4 metra og myndað á
þennan hátt Ión, sem hefur nægilegt vatn til áveitu á allt að 50 hektara
lands.
LASER EYKUR LÍFIÐ.
Vísindamenn í Alma-Ata hafa sannað, að líffræðileg virkni
venjulegs ferskvatns eykst við öfluga lasergeislun.
Fyrst og fremst aukast gegnflæðieiginleikar vatnsins. Ef til dæmis
grænmeti ervökvaðmeð slíku „laservatni” þá aukast áhrifin um 50%.
lífeðlisfræðingar við ríkisháskólann í Kasakstan hafa nú komið á fót
tilraunastofu til þess að framleiða lasergeislað vatn. Kostnaður á hvern
rúmmetra vatns er um einn kópeki. Nákvæmar rannsóknir hafa leitt í
ljós, að vatnið heldur þessum nýju eiginleikum sínum í marga mánuði.
Vísindamennirnir hafa einnig aflað upplýsinga, sem benda til þess
að fljótavatn, sem geislað er með lasergeislum, sé velfallið til
heilsubaða.