Úrval - 01.04.1976, Page 122
120
ÚRVAL
Reynslan hafði kennt honum að það var aðeins
eitt rdð til bjargar úr eldhafinu.
1
GILDRU
SKÓGARELDSINS
— Gerald Moore —
*
*****
lugvélin með fallhlífa-
stökkvarana, sem áttu
að berjast við skógareld-
inn, hafði verið klukku-
stund á lofti
a lorti og margir
voru orðnir lasnir af hitasvækjunni og
ókyrrðinni í loftinu, sérstaklega þeir
yngstu. Einn af öðrum létu þeir
höfuðin síga og köstuðu upp.
Foringi flokksins, Rod Mdver, stóð
við opnar afturdyr flugvélarinnar og
hugsaði með sér, að ef þeir færu ekki
að stökkva hvað úr hverju, hefðu
þeir ekki heilsu til þess. Rod var
um þrítugt, stæltur og knálegur og
hafði mikla reynslu að baki.
Hanson, maðurinn sem átti að
stjórna stökkinu, lá á maganum við
dyrnar með höfuðið í vindstrokunni
frá hreyflunum. Hann vissi að tíminn
var naumur, því að skógareldurinn
hafði þegar geysað í þrjár klukku-
stundir og brennt til ösku mörg
hundruð hektara af skóglendi. En
einu rjóðrin, sem hann kom auga á,