Úrval - 01.04.1976, Síða 123

Úrval - 01.04.1976, Síða 123
121 voru of lítil til þess að þorandi væri að stökkva í svo miklum vindi. Flestir mennirnir í hópnum voru milli tvítugs og þrítugs, hraustir og vel þjálfaðir. En þegar Hanson virti þá fyrir sér, hraus honum hugur við því að láta þá stökkva, þar sem þeir gætu festst í háum trjám eða fótbrotnað skammt frá eldinum. Rod var sjálfum orðið óglatt og hann var feginn því að það var Hanson sem átti að taka ákvörðun- ina. Allt í einu sá Hanson lítið grasi- vaxið rjóður í miðri fjallshllðinni, skammt frá eldhafinu. Rjóðrið gat varla verið meira en nokkrir hektarar, en nógu stórt til þess að hægt væri að stökkva þar, efmenn hefðu taugarn- ar í lagi. Hann kallaði flugmanninn upp í talstöðinni. Rod fann skyndilega að flugvélin hallaðist og hann sá tvo fyrstu menn- ina stökkva og hverfa á augabragði. Nú var hann sjálfur í dyrunum. Hanson benti á rjóðrið og klappaði á fót Rods. í næstu andrá var Rod kominn út og sveif til jarðar í fall- hlífinni. Það var eins og rjóðrið kæmi upp á móti Rod á mikilli ferð. Hann kreppti fæturna og um leið og hann snerti jörðina valt hann svolítið áfram. En vindurinn komst í fallhlíf- ina og bles hana upp og hún fór að draga Rod niður grýtta hlíðina í átt til cldsins. Rod reyndi af öllum mætti að grípa í handfangið, sem gat losað hann við fallhlífina, en náði ekki tökum á því. Hann barst með enn meiri hraða í áttina að eldhaf- inu uns fallhlífin lenti í bálinu. Þá loks tókst honum að losa sig og skríða burt frá hitanum. Þetta var ekki góð byrjun, en nú var hvorki tími fyrir vol né víl. Hann sá mennina stökkva einn af öðrum og síðan kom farangurinn svífandi niður í litlum fallhllfum. Það voru böggl- ar, sem höfðu að geyma nauðsynleg- ustu áhöld í baráttu gegn skógar- eldi, svo sem skóflur, sagir, og axir af sérstakri gerð, en einnig kassar með sárabindum og lyfjum til skyndi- hjálpar. Þegar Hanson lét flugvél- ina snúa aftur til bækistöðvar sinnar voru 12 menn með fullan útbúnað komnir heilir á húfi til jarðar. Eldurinn hafði komið upp hjá þjóðvegi, sem liggur um nágrennið. Innan klukkustundar hafði hann breiðst út meðfram veginum, færst upp eftir hlíðinni og brennt stórt, þríhyrningslaga svæði af skóglendi. Mennirnir, sem stukku úr flugvél- inni, komu niður nálægt topphorni þessa þríhyrnings, og vonuðust nú til að geta stöðvað framrás eldsins á vesturhlið hans með hinni gamal- kunnu aðferð að ryðja og höggva skóginn umhverfis eldsvæðið, þar til myndast hefði tveggja metra breið skóglaus tröð, sem eldurinn kæmist ekki yfir. Þegar Rod minnist atburðarins segist honum svo frá, að flokkurinn hafí verið búinn að vinna í þrjár klukkustundir og verkinu miðað vel
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.