Úrval - 01.04.1976, Síða 123
121
voru of lítil til þess að þorandi væri
að stökkva í svo miklum vindi.
Flestir mennirnir í hópnum voru
milli tvítugs og þrítugs, hraustir og
vel þjálfaðir. En þegar Hanson virti
þá fyrir sér, hraus honum hugur
við því að láta þá stökkva, þar sem
þeir gætu festst í háum trjám eða
fótbrotnað skammt frá eldinum.
Rod var sjálfum orðið óglatt og
hann var feginn því að það var
Hanson sem átti að taka ákvörðun-
ina.
Allt í einu sá Hanson lítið grasi-
vaxið rjóður í miðri fjallshllðinni,
skammt frá eldhafinu. Rjóðrið gat
varla verið meira en nokkrir hektarar,
en nógu stórt til þess að hægt væri að
stökkva þar, efmenn hefðu taugarn-
ar í lagi. Hann kallaði flugmanninn
upp í talstöðinni.
Rod fann skyndilega að flugvélin
hallaðist og hann sá tvo fyrstu menn-
ina stökkva og hverfa á augabragði.
Nú var hann sjálfur í dyrunum.
Hanson benti á rjóðrið og klappaði á
fót Rods. í næstu andrá var Rod
kominn út og sveif til jarðar í fall-
hlífinni.
Það var eins og rjóðrið kæmi upp á
móti Rod á mikilli ferð. Hann
kreppti fæturna og um leið og hann
snerti jörðina valt hann svolítið
áfram. En vindurinn komst í fallhlíf-
ina og bles hana upp og hún fór að
draga Rod niður grýtta hlíðina í átt
til cldsins. Rod reyndi af öllum mætti
að grípa í handfangið, sem gat
losað hann við fallhlífina, en náði
ekki tökum á því. Hann barst með
enn meiri hraða í áttina að eldhaf-
inu uns fallhlífin lenti í bálinu. Þá
loks tókst honum að losa sig og skríða
burt frá hitanum.
Þetta var ekki góð byrjun, en nú
var hvorki tími fyrir vol né víl. Hann
sá mennina stökkva einn af öðrum og
síðan kom farangurinn svífandi niður
í litlum fallhllfum. Það voru böggl-
ar, sem höfðu að geyma nauðsynleg-
ustu áhöld í baráttu gegn skógar-
eldi, svo sem skóflur, sagir, og axir af
sérstakri gerð, en einnig kassar með
sárabindum og lyfjum til skyndi-
hjálpar. Þegar Hanson lét flugvél-
ina snúa aftur til bækistöðvar sinnar
voru 12 menn með fullan útbúnað
komnir heilir á húfi til jarðar.
Eldurinn hafði komið upp hjá
þjóðvegi, sem liggur um nágrennið.
Innan klukkustundar hafði hann
breiðst út meðfram veginum, færst
upp eftir hlíðinni og brennt stórt,
þríhyrningslaga svæði af skóglendi.
Mennirnir, sem stukku úr flugvél-
inni, komu niður nálægt topphorni
þessa þríhyrnings, og vonuðust nú
til að geta stöðvað framrás eldsins
á vesturhlið hans með hinni gamal-
kunnu aðferð að ryðja og höggva
skóginn umhverfis eldsvæðið, þar til
myndast hefði tveggja metra breið
skóglaus tröð, sem eldurinn kæmist
ekki yfir.
Þegar Rod minnist atburðarins
segist honum svo frá, að flokkurinn
hafí verið búinn að vinna í þrjár
klukkustundir og verkinu miðað vel