Úrval - 01.06.1976, Page 97
MILLIJARÐAR OG MARS
95
stig. Það varð erfitt að draga andann.
Rakinn var kominn upp í 90%. í dag
er aðeins eitt prósent af kolvetni í
andrúmsloftinu, en það mun hækka í
þrjú prósent og haldast þannig í tíu
daga!
í litlum klefa sem okkar geta þessi
efni hlaðist upp og farið fram úr
leyfilegum mörkum.
Eftirfarandi tilraun var gerð á
tilraunastofu: Nokkrir menn voru
látnir vera við háan hita, stöðugan
hávaða og ofurlitla geislun. En þeir
voru ekki lokaðir inni, og hjá þeim
var stöðug hreyfing á loftinu. Mönn-
unum leið fullkomleg eðlilega. Þá
var tilraunin endurtekin, nema hvað
hitastig, hávaði og geislun var eins og
best var á kosið, en mennirnir voru
lokaðir inni. Þá leið þeim greiniiega
verr og starfsgeta þeirra varð minni.
Það var vegna þess, að skaðleg
útöndunarefni söfnuðust upp inni í
lokuðum vistarverum þeirra.
Þess vegna eru geimskip búin með
lofthreinsitækjum, sem veita súrefni
inn í andrúmsloftið en hreinsa úr því
skaðleg útöndunarefni.
GEIMSKIPÍ „NEYÐARÁSTANDI”
Móða settist á kýraugun, raki
safnaðist á stálgrindurnar í loftinu og
á kælikerfi gróðurhússins. Það er
,, neyðarástand’' hjá okkur.
Bóris þrælast á þrekhjólinu. Svit-
inn streymir af honum. Hann er með
gúmmímunnstykkið uppi í sér, og
sérstök leiðsla tekur við loftinu, sem
hann andar frá sér. Utan við klefann
liggja sérfræðingarnir yfir tækjunum,
sem skrá efnasamsetninguna í út-
önduninni og um leið getu Bórisar til
að inna líkamlega vinnu af hendi.
Þrátt fyrir allt reynist Bóris í góðu
ásigkomulagi.
Hugsanir mínar leita aftur og aftur
til Víólettu. Kannski ætti ég ekki að
senda henni bréf? Jú, ég geri það eins
fljótt og ég get!
Við borðuðum morgunmatinn
seint og vorum lystarlausir. Við feng-
um okkur kjöt úr dós og næringarkex
—sérstakanskammtmeð litlu hitaein-
ingargildi. Engan heitan mat. Við
skolum kjötinu niður með vatni og
ávaxtasafa, og gefum vatnskrukkun-
um okkar auga. Hver um sig á að fá
1,2 lítra af drykkjarvatni og fjóra lítra
til hreinlætis á dag.
í gær var uppskerudagur í gróður-
húsinu. Þar var allt fallegt og
girnilegt, en því miður máttum við
ekki smakka nýja grænmetið, því
þegar „neyðarástand” ríkir, er bann-
' að að fá sér salat.
Allt er hljótt. Venjuiegar sam-
ræður okkar eru hljóðnaðar. Einu
orðaskiptin eru þau, sem strang-
nauðsynleg mega teljast. Ég er
syfjaður, en það er enn langt þangað
til ég má halla mér. Síðdegisblund-
urinn hefur verið tekinn af okkur,
þótt við verðum að vinna meira en
venjulega og séum þreyttari en
eðlilegt getur talist.
...Klukkan er eitt að nóttu — sá
tími, þegar líkamshitinn er lægstur
og sykurmagn blóðsins minnst og