Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 6

Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 6
folöldum, en hrossið, sem ég reið, var fylfull hryssa, komin að köstum. Lítill sómi þótti mér að fararskjótunum, en við það varð að sitja, á betra var ekki völ. Sérstaklega voru það folöldin, sem ég hafði beyg af. Ég hafði heyrt, að þau væru gjörn á að fara í tauma í vötnum og jafnvel að setja ofan af hryssunum fyrir það. Ég lagði því hálfkvíðinn í ferðina, folaldsangarnir skyggðu á til- hlökkun mína með að sjá kaupstaðinn. Hinsvegar gladdi það mig, að afi minn hafði sagt mér, að fylfullar hryssur væru góðar í vatni, einkum ef þær syntu, kviðurinn gerði þær léttari og grunn- syndari í vatninu. Ekki fór ég í þeim tilgangi að kaupa mikið, fremur en aðrir á mínu reki. Ég átti engan reikning, enda lítið að leggja inn. Tvær átti ég ærnar. Önnur missti lambið og týndi reyfinu, hin var með fallegu lambi. Aðalinnleggið á þeim árum hjá unglingum var ullar- lagðar, sem tíndir voru útum hagann og kallaðir upptíningur. Hann gat komizt í 5-6 pund, og fannst manni mikið hægt að kaupa fyrir það innlegg. Það gat fengizt fyrir það 5-6 krónur. Með þetta innlegg var verzlað í lausakaupi, á þann hátt, að keypt var fyrir það, um leið og það var lagt inn, en enginn reikningur gerður fyrir því. Ég man, að faðir minn gaf mér tvær krónur, um leið og ég fór, með þeim ummælum, að útúr reikningi mundi ég ekki fá nema það nauðsynlegasta, og því gæti hann ekki leyft mér að kaupa neitt útí hann. Ég þakkaði krónurnar og fannst ég mundi geta keypt mikið fyrir þær. Þegar kom í fyrsta áfangann að kvöldi fyrsta ferðadagsins, var sprett reiðingum af hrossum og þeim sleppt í haga. Þó veður væri gott, var tjaldað, malpokar leystir upp og matazt inni. Mitt nesti var súrhvalur, fenginn af hvalstöð af Austfjörðum um vorið, ostur, fyrir stuttu tekinn, kaka og smjör í öskjum. Mér féll þetta nesti allvel, en þó renndi ég hýru auga til nestis granna minna, því ég sá, að uppúr þeirra pokum var skipað drjúgu af reyktu kjöti. Víst höfðu þessir góðu menn veitt því eftirtekt, hvað ég skaut gráðug- um augum til kjötsins. Þeir fóru að bjóða mér kjöt í bíttum við hvalinn, kváðu hvalinn lystugri fyrir sig, þá þyrsti ekki eins af honum og kjötinu. Ég lét sem mér væri sama um bíttin en varð 4 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.