Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 35
Oddgeir Guðjónsson í Tungu:
Tröllaskógur
Sandgilja er horfin í hraun og sand.
Skógsalda er bert og blásið land.
Ó, Tröllaskógur, þú verst í vök,
váleg hraunelfa að þér brunar.
Stórviðið nötrar við stormsins tök,
straumþung áin í fjarska dunar.
Eldtungur sleikja Öldugrjót,
æðandi logar skóginn brenna,
allur er svörðurinn sviðinn í rót,
sandar og vikur að húsum fenna.
Ógn er í lofti hvert andartak,
ægir bóndanum svartur bruninn.
Tröllaskógur er brotinn á bak,
bærinn í rúst og kirkjan hrunin.
Hver vill græða þau svöðusár
sanda og auðnar, sem þar má líta,
rækta, svo skógur þar rísi hár,
reisa merki Kristi’ inum hvíta?
EFTIRMÁLI
Síðla sumars, 1964, kom ég í Tröllaskóg, hið forna býli og kirkju-
stað, norðaustur frá Keldum á Rangárvöllum. Jörð þessi hefur
verið landmikil til forna og skógur þar stærri en á öðrum jörðum
Goðasteinn
33