Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 68

Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 68
Helgi Hannesson frá Sumarliðabce: Þrjár þúfur á barði Skammt utar en þjóðvegur liggur yfir Rauðalæk í Holtum, renn- ur lítill mýrarlækur eftir grunnu gili. Það heitir Brekknagil. Þarna óx víðlendur birkiskógur fyrir þúsund árum. Fám hundruðum faðma fyrir ofan veginn má finna dálítið valllendisbarð í eystri gilbarminum. Þar sá ég nýlega nokkrar þúfur, sem ekki vilja hverfa mér úr minni. Þrjár þúfur, stórar, tveggja metra breiðar og fjögra til fimm metra langar. Líkar að lögun leiðum í grafreit eru þær þar í einni röð og snúa endum saman. En samfelldur kragi lægri þúfna myndar umgerð kringum þær, hverja um sig, augljósar minjar siginna tóftarveggja. Oft hef ég áður séð gömul tóftarbrot, sum innan við aldargömul, önnur þúsund ára, mörg á ýmsum aldri þar á milli, en þó engin þessum tóftum lík. Hvergi annarsstaðar sá ég eina þúfu breidda yfir allt hið gamla gólf. Hvernig urðu þessar þúfur til? Hverskonar hús voru það, sem stóðu þarna? Hverjir voru þeir, sem reistu þau? Var það öreiga frumbýlingur, sem reisti þar skála við tæra lind og átti ekki betri kosta völ? Voru það útlagar þjóðfélagsins, sem föld- ust þarna um skeið í þéttum skógi? Voru það kannski kristnir menn, írskir, sem hraktir voru úr hellum sínum, á Brekkum, Ási eða Ægisíðu, á fyrstu öld heiðins yfirgangs þar í sveit? Voru þetta skyndiskálar yfirgefnir án ofantöku? Sigu þökin sjálfkrafa ofan í tóftirnar? Urðu íbúar þessara húsa aldauða úr sótt eða fæðuskorti og voru huslaðir í flctum sínum? Eða voru þeir drepnir hér og dysjaðir síðan undir húsum sínum? Þannig þaulspyr ég út í bláinn, en þögnin er sein til svars. Ef til vill eru tóftarbrotin yngri en mér virtist við fyrstu sýn. Þau gætu verið minjar móbyrgja frá miðöld íslandsbyggðar, þegar 66 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.