Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 58

Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 58
ar eftir steinþrepum í senn. Glamrið var geysimikið. Á efsta stiga- þrepinu, á að gizka, hljóðnaði harkið um sinn. Hófst þá meiri- háttar þrusk og umferð í spónunum uppi yfir þiljaða ganginum og íbúð okkar. Gekk á því æðistund. Kom svo aftur andartakskyrrð, en síðan heyrðist farið niður stigann. Hljóðið var af sama toga og það, sem upp fór, aðeins mjög miklu lægra. Farið var að birta af degi, þegar þessari heimsókn lauk. Ekki hafði hún hrætt okkur að marki, en kyrrðinni urðum við fegin. Við fórum á fætur á venjulegum fótaferðatíma. Gaf þá á að líta: Á ganginum og í eldhúsinu var sporrækt af dusti, sem þar hafði fallið niður og það, sem meira var: í gólfrykinu voru mjög greini- leg spor eftir stórar, ókunnar loppur. Sáust þau í eldhúsinu og á vestri hluta gangsins. Ekki sýndum við neinum þessi gestaspor, fyrsta verk dagsins var að hreinsa rykið af lcirtaui, hillum og gólfi. Enginn hafði sláturhúslykilinn að láni þessa nótt, og skýringu á heimsókninni eigum við enga, hún er enn huiin gáta. Skráð eftir frásögn Einars Erlendssonar bókara í Vík og konu hans, frú Þorgerður Jónsdóttur. II Líkfylgdin Ég ólst upp á Lyngum í Meðallandi hjá foreldrum mínum, Ásmundi Jónssyni og Viiborgu Jónsdóttur. Afi minn, Jón Ásmunds- son, bjó áður á Lyngum. Hann var tvígiftur. Fyrri kona hans var Steinunn Jónsdóttir frá Heiðarseli en sú seinni var Guðlaug Guð- mundsdóttir skáldkona. Hún var amma mín. Álit manna var, að huldufólk byggi á Lyngum, eins og víðar á þeim árum. Kothóll nefnist nokkuð stór hóll fyrir austan Lynga, fyrir framan Beruflóð. Guðlaug amma vildi ekki láta slá Kothól og ekki breiða hey á hann. Taldi hún, að hvessa myndi á heyið. Afi hafði minni trú á þessu; að sönnu sló hann ekki Kothól, en það kom fyrir, að hann breiddi á hann. Vildi þá fara að getu ömmu um veðrið. Atburðurinn, sem ég ætla að segja frá, gerðist, þegar ég var níu eða tíu ára. Þá var fært frá ánum, og við systkinin vorum vakin til skiptis á morgnana til að smala. Morgun nokkurn kom það í 56 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.