Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 33
Nú er það staðreynd, að sérhver þjóðfélagsþegn er okkur miklu
dýrmætari hér í fámenninu, heldur en gerist með milljónaþjóðum,
og á þetta ekki hvað sízt við, þegar um er að ræða þann hópinn
sem miklu hefur verið kostað til um menntun og sérþekkingu og
miklar vonir hafa verið við bundnar. Nú gætum við varpað fram
þeirri spurningu, hvort þeir læknar okkar, verkfræðingar, tækni-
fræðingar og margs konar aðrir sérfræðingar, sem erlendis starfa,
séu til muna ánægðari mcð lífið og hamingjusamari, þótt þeir beri
úr býtum meiri laun en heima og fái greiðslur í sænskum krónum,
þýzkum mörkum eða bandarískum dollurum. Ekki er víst að svo
sé, nema þá í sumum tilvikum, og fremur virðist illa launað upp-
cldið að selja þannig frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. Þessi
óheillaþróun er vafalaust að nokkru okkur öllum að kenna. Föður-
landsást sprettur ekki upp hjá okkur fyrirhafnarlaust, og við gerum
alltof lítið af því að ala á þjóðlegum metnaði og skyldum hvers
og eins við land og þjóð. Sú vanræksla verður okkur áreiðanlega
dýr, ef ekki verður á breyting til hins betra, áður en langt um
líður. Ef við nú lítum til annarra þjóða, sjáum við strax, að þessu
er mjög öðru vísi farið hjá þeim. Þar er ungu fólki innprentuð
frá byrjun á heimilum, í skólum, í félagslífi, já hvarvetna, virðing
og ræktarsemi við land og þjóð. Þar er beitt hvers kyns áróðri til
að brýna fólkið til hollustu við hinn þjóðlega málstað og þar eru
bókstaflega gerðar miklu meiri kröfur til sérhverrar uppvaxandi
kynslóðar með margs konar þjónustu við þjóðfélagið en við eigum
að venjast. Þetta á ekki aðeins við í hinum minni þjóðfélögum,
heldur telja sjálf stórveldin sér hina mestu nauðsyn að leggja ríka
áherzlu á þessa viðleitni. Þetta kemur að notum, því að lengi býr
að fyrstu gerð, og hvað ungur nemur, gamall temur.
Ef við gerum okkur ljóst, að ýmislegt í þjóðlífi okkar fari aflaga,
er það vissulega skylda okkar að reyna að ráða þar bót á. Því
munu bíða okkar fjölmörg verkefni í náinni framtíð, en það sem
nú mun brýnast, er að efla með okkur þjóðlega hugsun og til-
finningu og hvika hvergi frá þeirri stefnu að halda áfram að vera
íslenzk þjóð og jafnframt að gerast enn meiri og betri fslendingar
í framtíðinni en við höfum verið nú um skeið. Það, sem einkum
hamlar ýmsum í þessari viðleitni, er hin rótgróna smæðartilfinning
Goðasteinn
31