Goðasteinn - 01.09.1966, Side 22

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 22
Saga þessarar skógarferðar er enn ekki öll sögð. Viðarbaggarnir sex, sem áður um getur, lágu einhvern tíma á húsagarði heima, án þess að reipin væru af þeim leyst. Þá gjörði stórveður á norðan, og einn bagginn fauk, svo að hann sást ekki meir, ekki ein einasta hrísla úr honum, cn reipið fannst langt út í hraunum, niður undir Arnarbælissundi. Þetta eru þær sagnir, sem ég man, að mynduðust um þessa skóg- arferð og ég hlustaði á eða varð sjónarvottur að á -bernskudögum mínum. Það hafði ekki heyrzt, að þarna væri álagablettur. ☆ ☆ ☆ Brot úr viðlagskvæði Krumminn á skjánum, kallar hann inn: „Gef mér bita af borðum þínum, bóndi minn“. Bóndinn svarar, býsna reiður: „Burtu farðu, krummi leiður. Lízt mér að þér lítill heiður, ljótur ertu á tánum, krumminn á skjánum, nema þú sért í svörunum greiður og segir mér tíðindin". Gef mér bita af borðum þínum, bóndi minn. Krumminn á skjánum, kallar hann inn: „Gef mér bita af borðum þt'num, bóndi minn. í morgun, þar sem vítt um velli, var ég citt sinn snemma á felli, hálfdauðan ég sá á svelli sauðinn liggja á knjánum - krumminn á skjánum - þá var sem mér flísin félli og fengin máltíðin. Gef mér bita af borðum þínum, bóndi minn“. Eftir handriti frá urn 1860. 20 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.